Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 24
102
Einar H. Kvaran:
IÐUNN
þekking eínafræöinganna notuÖ til áö búa til eitrað gas, til þess
að myröa menn af óvinaþjóðunum með andstyggilegum hætli“.
„Ekkert I eðli mannsins er í raun og veru ilt, hversu svo sem
honum hefir mistekist og hann vilst. Þeim krafti, er hann notaði
til syndar, hefði mátt beita í gagnstæða átt og má enn. Sá kraflur
getur orðið þjónn andans, í stað þess að ríkja yfir honum; getur
orðið verkfæri hans, í stað þess að vera óvinur hans. Þetta, sem
vér nefnum hið lægra eðli, er í frumrót sinni sami krafturinn, sem
orsakar allar hinar mestu og göfugustu framkvæmdir mannanna,
þegar honum er beint í rétta átt. Taktu sem dæmi hvaða illverk
sem vera skal. Qraföu fyrir rætur þess og komstu að, hvers vegna
var það, sem það var, og þú munt komast að raun um, að þeim
krafti, sem lá að baki þess, hefði mátt beita heiminum til blessun-
ar, í stað þess að verða þeim til ógæfu, sem hann kom niður á.
Það eru til í sérhverjum af oss tveir máttuleikar, betri og verri
maður, og þó eru þeir báðir sami maðurinn; hið sama lífsafl
framleiðir báða. Glæpamaðurinn á oft til áræði og dugnað ; það
hefir að eins beinst í öfuga átt. Hann hefði getað orðið einn af
nytsömustu framkvæmdarmönnum þjóðfélagsins. Drykkjumaðurinn,
sem lét meðfætt fjör sitt leiða sig út í synd og spilling, hefði
getað beint þeim guðlega krafti sér og öðrum til blessunar".
Svo leyfi eg mér að spyrja menn, hvort þeim finnist
ekki þetta aðgengilegri og sennilegri skýring en sú
kenning tvíhyggjunnar, að með oss búi ill öfl, sem séu
angar af djöfullegu valdi úr ríki myrkranna.
Og ekki get eg að því gert, að tal S. N. um illu,
djöfullegu öflin, utan við oss og í oss, hefir leitt huga
minn að atviki, sem gerðist fyrir skömmu í Lundúnum
og skýrt er frá í enskum blöðum í vetur. Villimanna-
höfðingja frá Suðurálfunni var sýnd vél, sem var að
prenta eitt af stórblöðum Englands. Hann horfði um
stund á þetta gífurlega samsafn af glampandi hjólum og
völturum, sem alt var að snúast með feykihraða. Hann
var nokkurn tíma eins og frá sér numinn af undrun.
Þá sneri hann sér að manninum, sem var að sýna