Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 21
IÐUNN Öfl og ábyrgð. 99
djöfullegur. Þeir sáu, að stundum hljóp í hann ægilegur
ofsi. Ef þeir duttu í hann, þá líflét hann þá. Annað
höfðu þeir ekki af sjónum að segja.
Hvert hefir nú reynst ætlunarverk mannanna í sam-
bandi við sjóinn? Fyrstu mönnunum hefði víst þótt það
nokkuð ótrúlegt, ef einhver hefði sagt þeim það. Ætl-
unarverkið var það að læra að ráða við sjóinn. Ef fyrstu
mönnunum hefir þótt nokkuð óyggjandi, þá hefir það
verið það, að þeim væri eingöngu ætlað að hreyfa sig
á landi. ]afnsjálfsagt hefir hitt verið, að þeim væri ein-
göngu ætlað að leita fæðunnar á landi. Vér vitum,
hvernig komið er. í sjónum býr ekki lengur neitt djöful-
legt afl, eftir vorum hugmyndum. Takmarkanirnar hafa
þorrið með þroskaauka og þekkingarleit mannanna.
Eg skal taka til annað dæmi um takmarkanirnar,
hvernig þær fara eftir því, hverjir við þær búa. Eftir að
mennirnir höfðu komist að raun um, að þeir voru ekki
bundnir við landið með ferðalög sín, heldur komust um
sjóinn, voru þeir æði lengi sannfærðir um það, að
annaðhvort yrðu þeir að ferðast á vatni eða landi. Loks
lærðu þeir það, að þeir gátu líka lagt leið sína um
loftið, og allar líkur til þess, að áður en langir tímar
líða, verði það aðal-ferðabrautin. Takmarkanirnar hafa
þorrið, af því að mennirnir hafa lært.
Um allar þær ára- og aldaraðir, sem yfir mannkynið
hafa liðið, hefir það verið reynsla þess, þangað til fyrir
fáeinum árum, að mannsröddin geti ekki heyrst nema
um nokkura faðma. Ef vér léttum undir með henni, með
tiltölulega einföldum tækjum, berst hún nú um allmik-
inn hluta jarðarinnar. Það er sama sagan á þessu sviði
eins og svo víða annarstaðar. Takmarkanirnar eru að
eyðast og tilverunni reynist alt annan veg farið, en vér
höfum gert oss í hugarlund í fáfræði vorri.