Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 31
IÐUNN Öfl og ábyrgð. 109
gegn alheimsviljanum leiðir eingöngu til vansælu. Og að
lokum fer svo, að lunderni syndarans breytist í þá átt,
að alt annað verður óhugsandi en að haga sér samkvæmt
þeim vilja. Eg minnist þess ekki að hafa séð fullyrðing-
ar um, að þessar málalyktir séu að sjálfsögðu undan-
tekningarlausar. Alt af er viðurkent, að þekkingin sé
takmörkuð, líka í öðrum heimi. En von er stöðugt látin
uppi um það, að einhverntíma snúi allir við.
Hitt atriðið er þetta: Þó að vér höfum fengið vit-
neskju um það, að syndsamlegt atferli manna hér í heimi
leiði til voðalegrar vansælu annars heims, þá skulum
vér varast að dæma aðra menn. Um þetta er m. a. svo
að orði kveðið í bréfum Júlíu:
„Við lítum á hlutina, eins og þeir eru, eltki eftir þeim ein-
kennismiðum, sem á þá eru settir. Og furðulegt er það sumt,
sem fyrir okkur ber. Matið á körlum og konum umhverfist svo
frámunalega . . . Eins og fyrsta atriðið í erindi mínu er þetta:
Quð er kærleikur . . . eins verður annað atriðið að vera þetta:
Dæmið ekki, dæmið ekki. Því að þið sjáið ekki, þið skiljið ekki.
Þið eruð allir eins og börn í myrkri, sem eru að gizka á liti.
Þið sjáið ekki litinn, og samt treystið þið ykkur til að kveða
upp dóma. Dæmið ekki, þangað til þið hafið að minsta kosti séð
manninn eins og liann er. Oft er það bezt, er ykkur virðist verst.
Stundum er það einna verst, sem virðist bezt. Hvatirnar eru ekki
alt, en mikilsverðar eru þær — svo mikilsverðar, að þeir, sem
ekki sjá þær, geta ekki dæmt að fullu“.
Eg hygg, að þeir, sem athuga það, sem sagt er hér
að framan, en einkum þeir, sem kynna sér ítarlega þá
vitneskju, sem hér er um að tefla, muni verða mér sam-
mála um það, að sízt er ástæða til þess fyrir S. N. að
finna einhyggjunni það til foráttu, að ábyrgðina, áhættu-
hugsunina vanti í hana. Engir eru ákveðnari né ein-
dregnari einhyggjumenn en þeir, sem sannfærst hafa um
samband við framliðna menn. Hvað sem þeim kann að
öðru leyti að bera á milli, þá eru þeir allir fráhverfir