Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 12
90
Einar H. Kvaran:
IÐUNN
mælum mínum spinnur hann töluvert mál um afstöðu
mína til bannlaganna, og spyr, hvað eg vilji gera til
þess að vinna á móti refsingum á þessu sviði. Ummæli
mín gefa alls ekkert tilefni til þeirrar spurningar, ef rétt
er með þau farið, ekkert úr þeim felt.
En mér er ekkert óljúft að fræða S. N., eða hvern
sem vill, um afstöðu mína til þess atriðis. Eg fæ ekki
séð, að hjá refsingum verði komist á þessu sviði, og
eins og eg hefi áður tekið fram, tel eg þjóðfélagið hafa
fullan rétt til þess að framkvæma þær. Samt sem áður
hefi eg ekki neina tröllatrú á þeim. Eg held ekki að
þær útaf fyrir sig lækni áfengisbölið. Þó að þær kunni
eitthvert gagn að gera, og þó að það sé skylda yfir-
yaldanna að framkvæma þær samkvæmt lögum, þá eru
önnur atriði, sem eg hygg, að mundu hafa margfalt
meiri árangur, til þess að vernda bannlögin og eyða
áfengisbölinu. En eg er ekki að rita um bannmálið nú,
og fer því ekki lengra út í þá sálma að þessu sinni.
Eg geri ráð fyrir, að skynsömum lesendum verði nokk-
urn veginn ljóst, hve ófölsuð sanngirni S. N. er í minn
garð. Eg lít svo á, sem það sé nauðsynjaverk að benda
á þetta. Fyrirgefningarhuganum kemur það ekkert við.
Óráðvandlegar umræður, rangfærslur og margvíslegar
blekkingar eru orðnar að meini í stjórnmálalífi landsins.
I stjórnmálablöðunum kemur það tiltölulega sjaldan fyrir,
að rétt sé skýrt frá málstað andstæðings. Það er með
öllu óþolandi og á ekki að líðast, að jafn-ískyggilegur
siður festist líka í tímarits-ritgerðum um merkileg mál.
Það er því ver til fundið, þegar maðurinn, sem gerir
sig sekan um slíkt athæfi, skipar aðra eins leiðtogastöðu
eins og S. N. hefir verið settur í. Að minsta kosti
verður að benda á það. Og það hefi eg nú gert.