Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 12
90 Einar H. Kvaran: IÐUNN mælum mínum spinnur hann töluvert mál um afstöðu mína til bannlaganna, og spyr, hvað eg vilji gera til þess að vinna á móti refsingum á þessu sviði. Ummæli mín gefa alls ekkert tilefni til þeirrar spurningar, ef rétt er með þau farið, ekkert úr þeim felt. En mér er ekkert óljúft að fræða S. N., eða hvern sem vill, um afstöðu mína til þess atriðis. Eg fæ ekki séð, að hjá refsingum verði komist á þessu sviði, og eins og eg hefi áður tekið fram, tel eg þjóðfélagið hafa fullan rétt til þess að framkvæma þær. Samt sem áður hefi eg ekki neina tröllatrú á þeim. Eg held ekki að þær útaf fyrir sig lækni áfengisbölið. Þó að þær kunni eitthvert gagn að gera, og þó að það sé skylda yfir- yaldanna að framkvæma þær samkvæmt lögum, þá eru önnur atriði, sem eg hygg, að mundu hafa margfalt meiri árangur, til þess að vernda bannlögin og eyða áfengisbölinu. En eg er ekki að rita um bannmálið nú, og fer því ekki lengra út í þá sálma að þessu sinni. Eg geri ráð fyrir, að skynsömum lesendum verði nokk- urn veginn ljóst, hve ófölsuð sanngirni S. N. er í minn garð. Eg lít svo á, sem það sé nauðsynjaverk að benda á þetta. Fyrirgefningarhuganum kemur það ekkert við. Óráðvandlegar umræður, rangfærslur og margvíslegar blekkingar eru orðnar að meini í stjórnmálalífi landsins. I stjórnmálablöðunum kemur það tiltölulega sjaldan fyrir, að rétt sé skýrt frá málstað andstæðings. Það er með öllu óþolandi og á ekki að líðast, að jafn-ískyggilegur siður festist líka í tímarits-ritgerðum um merkileg mál. Það er því ver til fundið, þegar maðurinn, sem gerir sig sekan um slíkt athæfi, skipar aðra eins leiðtogastöðu eins og S. N. hefir verið settur í. Að minsta kosti verður að benda á það. Og það hefi eg nú gert.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.