Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 34
112
Einar H. Kvaran:
IÐUNN
tilverunni væru tvö öfl, bæði jafn-frumleg, jafn-máttug og
eilíf? Hvers vegna gætum vér þá því að eins áunnið
oss ódauðleikann, að vér veldum hið góða? Fyrir slíku
verða alls engin rök færð. Því að eins getum vér hugs-
að oss, að hið illa leiði til tortímingar og hið góða til
ódauðleika, að vér hugsum oss jafnframt, að frumafl til-
■verunnar sé eitt, og að það sé gott, og að ekki sé unt
að halda lífinu áfram til lengdar, öðrum en þeim, sem séu í
samræmi við það afl. Þessi kenning S. N. er einhyggju-
kenning. Hún er ekki sjálfsögð afleiðing af einhyggjunni.
Síður en svo. En hún er fjarstæða, ef einhyggjan er
<ekki á bak við hana.
Eg hefi furðað mig á því, að S. N. skuli ekki vera
ljósara en þetta, hvað hann ,er sjálfur að fara. Samt
furðar mig enn meira á línum, sem standa í ritgerð
hans í sambandi við þessa tortímingar-kenningu: »Myndi
það ekki glæða siðferðisalvöru og ábyrgðartilfinningu
manna«, segir hann, »ef þeir gerðu sér grein fyrir, að
ódauðleikinn væri ekki hverjum manni áskapaður, heldur
yrði þeir að ávinna sér hann?«.
Svo framarlega sem búast megi við því — og örðugt
er að minsta kosti að neita því — að hugmyndirnar
um það, er við tekur eftir andlátið, hafi nokkur áhrif á
menn, þá mundi þessi kenning vera betur til þess fallin
en nokkur önnur að veikja siðferðisalvöru og ábyrgðar-
tilfinningu manna. Hjá mörgum mönnum eru afleiðing-
arnar af hugmyndunum um algerða tortíming, eilífan
svefn, ekkert áframhald, þær, að þeir lifa eins og ekk-
ert geri til, hvernig með Iífið sé farið. Því meira sem
sú hugmynd magnast, því meiri og viðsjálli verða þessar
afleiðingar.
Því er alls ekki svo farið, sem S. N. virðist halda,
-að mikið kveði að ódauðleikaþránni hjá öllum mönnum.