Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 28
106
Einar H. Kvaran:
IDUNN
lítill depill í hinni óendanlegu miklu stærð, eilífðinni,
hafi ekki eilífar afleiðingar. Mér finst það afíur á móti
mjög ósennileg hugsun. En vér, sem reynum að reisa
lífskoðun vora á staðreyndum, en ekki á gersamlega
ósönnuðu máli, látum eilífðina liggja milli hluta. Vér
Játum oss .nægja að reyna að afla oss hugmynda, sem
við eitthvað eiga að styðjast, um það, hvað taki við um
nokkurt skeið eftir andlátið.
Hver er þá sú vitneskja, sem menn telja sig hafa
fengið um ábyrgðina, áhættuna við það að fara illa með
líf sitt? Frásagnirnar um það eru miklar og margvís-
legar í ógrynnum af bókum. Þeim ber saman um allan
heim í aðalatriðunum. Ef til vill mætti lýsa aðalkjarnan-
um í þeim á þessa leið:
Við andlátið flyzt maðurinn á það tilverustig, sem er
við hans hæfi, eftir þeim andlegum þroska, sem hann
hefir náð. Ofar getur hann ekki verið. Honum væri
ókleift að lifa ofar, á sinn hátt eins og fiskinum er
ókleift að lifa á þurlendi. Sé tilverustigið lágt, lifir mað-
urinn við ófarsæld. Sé tilverustigið hátt, er lífið yndis-
legt. Ofarsæli maðurinn á þess enn kost að taka nýja
stefnu, láta lífið verða sér til blessunar, en ekki virðist
það auðveldara þar en í þessu Iífi. Hann á þess líka
kost að firrast hið góða, og þá aukast þrautir hans.
Hann er háður freistingum þar, ekki síður en hér; og
lærist honum ekki að vinna bug á þeim, þá vex ófar-
sældin stöðugt.
Ofarsældinni, sem er afleiðing illrar breytni, er lýst á
margvíslegan hátt, eins og eg hefi þegar sagt. Mér
þykir rétt að tilfæra dæmi, en sé mér ekki annað fært,
rúmsins vegna, en láta mér nægja þrjú stutt sýnishorn:
1. „Eigingjörn sál er blind og í myrkri, og hrollur fer um hana
í myrkrinu. Hugsjónaaflið er miklu ríkara hér en með ykkur, og