Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 29
IÐUNN
Öfl og ábyrgð.
107
það fyllir eyðimörk einverunnar vofum, og syndaranum finst hann
vera umkringdur af sýnum athafna sinna, sýnum, er stöðugt koma
nýjar og nýjar. Og ekki er öllu lokið þar með; hann sér þá
menn, er hann hefir breytt illa við, og hann skelfist. Þurfi sál
nokkuru sinni að halda á frelsara og lausnara, þá er það, þegar
hugsjónaaflið og kærleikslausar endurminningar eru alt af að leiða
fram eigingirni-athafnir kærleiksvana Iífs“. — [Bréf Júlíu.)
Eitt þeirra vitsmunaafla, sem tjá sig vera framliðna
menn, lýsir reynslu sinni meðal annars á þessa Ieið:
2. „Ýmis konar smásmuglegur ódrengskapur í fari mínu,
dimmu stundirnar, sem ég hafði talið öruggar fyrir ljósinu, halurs-
og afbrýðsemi- og öfundarhugsanirnar, sjálfbirgingskapurinn, sem
nú gerði sjálfan mig svo hlægilegan í mínum eigin augum — öll
hin átumeinskenda, syndsamlega starfsemi hugarins var nú al-
gerlega augljós, hvar sem hún hafði fram farið. Afsakanir sjálfs
mín eða þeirra, sem áður höfðu verið vinir mínir, urðu nú að
bjánalegum og barnalegum lygum. Eg heyrði vængjaþyt sannleikans
og fann til hinnar ógurlegu návistar hans. Eg stóð með krepta
hnefana, þangað til neglurnar voru komnar inn í lóíana, og eg
fann kaldan svitann renna niður eftir andlitinu á mér. Að lokum
gat eg alls ekki staðið andspænis mönnunum, og eg fleygði mér á
legubekk, og huldi andlitið í sessunum. En eg gat ekki umflúið
þessar fyrirdæmandi myndir, Þær voru í huga sjálfs mín, og þær
héldu stöðugt áfram; einhver áhrif frá rannsóknurum mínum
framleiddu þær, og eg var þeim bálreiður. Svo yfirkominn var eg
af blygðun og bræði, að eg hefði viljað fara að dæmi Samsonar
og velta stoðunum um og láta húsið falla ofan á okkar, ef eg
hefði með því tortímt sjálfum mér og þessum vottum. Þegar þján-
ingarnar reka oss út í örvænting á jörðinni, er jafnan þessi huggun
eftir: „Einhvern tíman fæ eg að deyja og losna við þetta alt
saman;“ en nú vissi eg, að enginn dauði var til og getur aldrei
orðið“. — [Behind the Veil.[
3. „Þig kann að hrylla við því, en satt er það engu að síður,
að stundum er sálin, sem yfirgefið hefir likamann, í myrkrinu
fyrir utan, og sér þar ekkert né finnur annað en hræðilega glötun,
auðn, sem þjáir hana og er Iýst sem helvíti. Og helvíti er engin
skröksaga. Og helvíti bíður þeirra, sem hafa fyrirbúið sér það,
jafn-áreiðanlega eins og himnaríki bíður þeirra, sem hafa fyrir-