Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 7
IÐUNN
Heimskreppan.
i.
Kreppa sú, er nú spennir helgreipum um heiminn,
hefir á næstliðnu ári valdið afdrifaríkum atburðum. Á
síðastliðnu sumri rambaði pýzka ríkið á barmi' gjald-
þrota, svo grípa varð til samþjóðlegra ráðstafana til
aö afstýra því,. 1 september varð Bretland hið mikla að
gefa upp gullinnlausn seðla og horfa upp á gjaldeyri
sinn falla um nálægt fjórða hluta. 1 kjölfar pundsins'
sigldi svo gjaldeyrir Norðurianda, þar á meðal íslenzka
krónan, sem að vísu hafði ekki úr neinum gullsöðli að
detta.
Er þá kreppan sérstaklega þýzk kreppa, eða brezk,
■eða skandinavisík? kví fer fjarri. Kreppan er heims-
•kreppa, sem læsir klóm sínum um öll auðvaldsriki, hót-
ar helmingi mannkynsins —• Kínverjum og Indverjum
— hungurdauða og teygir jafnvel anga sína til ráð-
.stjórnarríkjanna, með truflunum á utanrikisviðskiftum
]>eirra, en að öðru ieyti virðast Rússar hafa lítið af
kreppunni að segja. — Hæstu hvellirnir urðu í Þýzka-
iandi í júlí, í Bretlandi í september. Aðal-vígstöðvar
viðskiftastríðsins hafa þannig fluzt úr einu landi i ann-
að, en miðstöð heimskreppunnar er hvorki i Þýzkalandi
né Bretlandi. Sú miðstöð er í Bandarikjunum, háborg
auðvaldsins nú á dögumi. Þar hófst kreppan, og þangað
geta vígstöðvarnar fluzt áður en varir. Ekkert er lík-
löunn XVI.
1