Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 8
2
Heimskreppan.
iðunn:
legra en að þaðan inuni brátt spyrjast þau tíðindi, er
ef til vill koma til með að skyggja á atburði :síðasta árs.
Tvö síöustu árin hefir þessi kreppa magnast dag frá
degi. Þjóðfélögin verða æ skýrar að horfast í augu við
þær hrottalegu staðreyndir, að þau miegna ekki að sjá
fyrir brýnustu þörfum mannanna, að atvinniuleysið fer
hraðvaxandi, að neyðin og hungrið berja að dyrum al-
miennings. Það væri sviksemi að reyna að draga fjöður
yfir staðreyndirnar. Og staðreyndirnar eru þær, að í
Bvrópu og Ameríku einum saman búa nú um 100 milj-
ónir við sult og seyru. Og talan hækkar með hverrij.
viku. í Bandaríkjunum ganga nú atvinnulausir um 10
miljónir verkfærra manna, í Þýzkalandi 6—7 miljónir, i
Bretlandi 3—4 milj., í öðrum löndum Evrópu og Amer-
íku senniiega um 10 miljónir. Ofan á þesisar tölur bætist
svo sikyldulið þessara atvinnulau.su ínanna. Þar að auki
er mesti fjöldi hálf-atvinnulaus eða mieira en það —
menn, sem hafa vinnu 2—3—4 daga í viku. Um tölu
þeirra gefa skýrslurnar litla vitneskju.
Merkir menn hafa haldið því fram, að beimurinn hafi
ekki litið önnur eins afkomuvandræði og jafn-yfirtæka
neyð síðan á byrjunarskeiði stóriðnaðarins á seinni hluta:
18. aldar. Jafnivel ástandið á styrjaldarárunum síðustu,
með þeim þjóðum, er tóku þátt í striðinu, kernst þar
ekki í hálfkvisti við.
Hvað veldur þessum ösköpum? Er fólkið orðið of
margt á jörðinni, eru auðlindirnar að þrotna? Skortir
orðið á þau efni, sem með þarf til þess að framleiða.
mat, klæði, hús og önnur þægindi handa mannfólkinu?
Fjarri fer því. Það er ekki skortur á neinu slíku. Korn-
hlöðurnar og vörusikemmurnar eru fullar, jörðin svign-
ar undir auðæfum og efnislegum gæðum af hverri teg-
und, en mikill hluti mannkynsius hímir auöum höndum,.