Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 9
ÍÐUNN
Heimskreppan.
3
sveltandi, skjálfandi og klæðlítill. Mikill hluti mann-
kynsins býr við hin hörmulegustu neyðarkjör — ekki
vegna þes,s að getuna skorti til að framleiða lífsnauð-
synjar, heldur vegna hins, að framleiðslugetan er of
mikil.
Orð sannleikans hljóma sem öfugmæli, hefir einhver
s|>ekingur sagt. Ástandið i heiminum nú á dögum minn-
ir á manninn, sem var að svamla í fersku vatni og
hrópaði, að hann væri að sálast úr jiorsta. Pað jmrf
vissulega engan speking til þess að láta sér detta í
hug, að eitthvað hljóti að vera bogið við það fyrirkomu-
lag, sem gefur slíka útkomu. Allir finna það, enda þótt
fæstir vilji viö það kannast eða af því draga rökréttar
ályktanir. Það er talaindi táfen, hvernig alliir keppast viö
að skjóta sökinni af sér. Engin þjóð vill kannast við, að
kreppan eigi upptök sín hjá henni eða að hún eigi á
nokkurn hátt sök á vandræðunum. Það er nú kannske
afsakanlegt, þótt við isiendingar þvoum hendur oklcar.
Við eruin lítil dvergþjóð, bolmagn okkar í viðskifta-
stríðinu er hverfandi, atvinnulíf okkar fábreytt og við
|>jóða mest upp á aðra komnir, bæði uni kaup og sölu.
En við erum svo sem ekki einir iun að þykjast réttlátari
en hinir. Enginn finnur sök hjá sér. Norðurlandaþjóð-
irnar réttlæta gengishrap sitt með faili sterlingspunds-
ins, Bretar kenna um fjármálapólitík Frakka og Banda-
rikjamanna. Og Bandaríkjamenn finina orsakir krepp-
unnar í hóflausum herbúnaöi Evrópuríkjanna og vit-
lausu fjárbruðli til féiagsmála og atvinnuleysisstyrkja.
Allir þykjast frómir. Enginn vi'H gangast við faðern-
inu, enda er króinn alt annað en félegur. Það vár því
ekki svo hreint út í bláinn rnælt, sem haft var eftir fjár-
málaráðherranum okkar, að kreppan væri eins og vind-
urinn — enginn vissi hvaðan hún kæmi eðá hvert hún