Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 10
4
Heimskreppan.
IÐUNN
færi. Ráðherrann hefir líklega ekki í svipinn — ef hanji
hefir þá sagt þetta — munað eftir því, að einu sinni
var slunginn náungi, sem fann það út, að kreppurnar
kæmi frá sólinni — að sólflekkirnir ættu sök á þeim!
Flestir munu þó þröngsýnni en svo, að þeir geti fall-
ist á, að sólflekkirnir eigi þátt í að fylia vöruskemmur'
heimsins óseljanlegum lífsnauðsynjum. Þedr allra þröng-
sýnustu munu sennilega vilja kenna ráðsmensku mann-
anna um ástandið. En máiið vandast óneitanlega fyrir
þeim, ef þeir verða að leita að orsökum kreppunnar ut-
an við Bretland, utan við Ameríku, utan við ])au þjóð-
félög önnur, sem höfuð-hiutverkin leika í viðskifta- og
fjáranála-Iífi heimsins.
Við erum, lesandi góður, af þessum þröngsýnu mönn-
um. Og við erum meira. Við erum líka vantrúaðir og
tortryggnir — vantrúaðir á heilindi þjóðanna, þegar
þær kyrja hver sinn réttlætingarsöng. Við erum ófáanr
legir til að leita orsaka kreppunnar utan við marenfé-
lögin. Látum svo vera, að við getum fallist á, að Island
eigi ekki höfuðsök á kreppunni. En sýknu liinna stærri
og voldugri þjóðfélaga viljum við alls ekki viðurkenna
— t. d. ekki Ameríku. ’
Hvernig er nú um að litast í Ameriku — öðru nafni
Bandarikjunum? Er það svo, að þau séu harðindaland,
])ar sem náttúran sjálf skapi kreppur og neyðarástand ?
Nei, það er nú eitthvað annað. Landið á meiri náttúru-
auðæfi en nokkurt land annað á hnettinum, svo kunn-
ugt sé. Öll hráefni, sem atvinnulíf nútímans heimtar,
eru þar til staðar í ríkulegum mæli, og næsta auðvelt
að vinna þau. Jörðin er frjósöm og getur framleitt
miklu meira af mat en þjóðin ])arfnast, kolalögiin liggja
næstum því ofanjaröar, málmar eru þar miklir i jörðu
og auðunnir, olíulindirnar ])ær gjöfulustu í heimi. Land-