Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 11
IÐUNN
Heimskreppan.
5
ið flýtur í mjólik og hunangi: matvælum, olíu, kolum og
járni. Það á hið fullkomnasta framlieiðs'lukerfi, sem
heimurinn hefir þekt að þessu. Verksmiðjur þess og
vélar, nýtízku jarðyrkja og auðugu námur geta framleitt
meiri vörur en þjóðin myndi torga, enda þótt eyðslan
tvöfaldaðist. Og þjóðin er dugleg — amerískur hraði
og amerísk vinnuharka fræg um víða veröld. Ekkert
land í heimi hefir betrii skilyrði til að vera sjálfu sér
nóg; jiað gæti setið í konunglegri einangrun og alls-
nægtum og gefið öllum aðvífandi kreppum og hörm-
ungum langt nef.
Og samt sem áður: í þessu landi hófst kreppan, sem
nú stendur yfir, í þessu landi er atvinnuleysið almenn-
ast og eymdin mest, í jiessu landi er sagt að fóik deyi:
daglega úr hungri.
HVernig í ósköpunum má þetta verða? — En bíðum
nú við. Hér á dögunum var einlhver vitr.ingur úti að
viðra speki sína í Morgunblaðinu. Hann var komimn á
])á niðurstöðu, að í sukki j)ví, er siglir i kjölfar jafn-
aðarstefnunnar, lægi „ein af höfuðástæðum heimsknepp-
unnar“. — Svo er það náttúrlega j)essi bannsiett jafnað-
arstefna, sem er að setja alt á hausi'nn: í Ameríku eins.
og víðar? En hér skýtur bara ofuriítið skökku við. Það
er enn einn af yfirburðum Ameríku, að þessi vítisstefna.
má sín þar einskis — ekki eiinu sinni til andófs. Tveir
háborgaralegir stjórnmálaflokkar, ósýktir með öllu af
socialistiskum pestargerlum eða öðrum eitruöum „radi-
kalisma“, hafa farið þar með völdin á víxl svo langt
sem menn muna, bæði í einstökuim fylkjum og í sam-
bandisstjórn ríkjanna. Frá stjórnairfarslegu sjónarmiði
hlýtur Ameríka að vera óskalandið i augum Morgun-
blaðsins og spekimanna þess. Þar er nú ekki verið að
sólunda fé skattborgaranna í hégómlegt og hættulegt