Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Qupperneq 12
6
Heimskreppan.
IÐUNN
lýðdekur. Ekkert fjársukk til hluta, sem skrumarar
nefna lýðheillamál, engir atvinnuleysiisstyrkir, engin op-
inber framfærsla purfamanna — nei, par kvað Jiurfa-
lingarnir fá að deyja drottni sínum, ef ættimgjar og
vinir taka pá ekki upp á arma sína eða eitthvert góð-
gerðafélagið finnur upp á aö halda í peim líftórunni.
Er það ekki merkiLegt, að í pessu fyrirmyndarlandi
skuli kreppan sverfa að fastar en víðast annars stað-
ar? Eða mundi vera til ann'ars konar fjársukk en það',
sem siglir i kjölfar jafnaðarstefnunnar? — I Ameriku
er alt það að finna, sem til þarf, svo öllum geti liðiö-
vel. Náttúru-auður, fullkomnar vélar, sterkar og vinnu-
fúsar hendur. En þjóðfélaginu er af einhverjum ástæö-
um varnaö að koma á samvinnu milii vélanna og þess-
ara vinnufúsu handa. Verksmiðjurnar og vélarnar
standa ónotaðar, verkamennirnir ganga auðum hönd-
unii. Á síðustu árum hefir framleiöslan rninkað stórkost-
lega, en samt er þann dag í dag framledtt svo mikið,
að nægja myndi öllum, enda þótt miljónir verkamiannai
hafi ekkert að gera og aðrar miljónir vinni að eins-
hálft starf. Viðfangsefmð er því langt frá að vera
skortur á líísnauðsynjum. Það er mdkiu fremur of-
gnægð. En það er með þetta eins og vélarnar og vinnu-
hendurnar. Þjóðfélaginu er þess varnað að setja þessa
tvo aðdla í samband hvorn við annan — vörurnar,
nauðsynjarniar, sem framLeiddar eru í landinu, annars
vegar, og fólkið, sem þarfnast þeirra, hins vegar. Lok-
aðar verksmiðjur, fullar vöruskemmur, iðjulaus, liungr-
aður, nauðstaddur lýður standa hvert gagnvart öðru
eins og æpandi mótsagnir innan jijóðfélagsins.
Hvers konar svartigaldur fær orkað slíkum fjarstæö-
um? Hverir sjá sér hag í ])vi að loka verksmiðjunum
fyrir verkamönnunum, sem vilja vinna, læsa vörubúðun-