Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 14
8
Heimskreppan.
IÐUNN
þóttust hafa himin höndum tekið. Og ]>að rofaði til
sem snöggvast. í kauphöllum Ameiiku hækkuðu verð-
bréf að mun undir eins og boðskapurinn, um gjaldfrest
var sendur út. Hve lengi stóð það? Það stóð eina viku.
Eftir hálfan mánuð hafði syrt að aftur, og siðan hefir:
ekki sést skýjarof á lofti. j
Þýzkaland er það landiö, sem meginþungi skulda-
greiðslnanna hvílir á. Nú hefir framleiðslan í þýzka.
iðnaðinum minkað um 30—40<>/o á síðustu tveirn árum.
Yfir 40% af verkamönnum iðnaðarins ganga atvinnu-
lausir, ]>riðjungur hinna hefir ekki fulla vinnuviku.
Verðmæti þau, er þýzka þjóðin hefir til umráða, hafa
auðvitað gengið saman sem ]>essu svarar. Það hefic
verið reiknað út, að árlegt tap vegna þessarar framp
leiðsluteppu nemi tífaldri upphæð á við hinar áriega
skaðabótagreiðslur. Svo gífuriegar sem þessar greiðslun
kunna að sýnast, eru þær þó hverfandi í samanburði við
það ægilega framleiðslutap, sem kreppan hefir valdið.
Á síðustu tímum er óðum horfið frá ]>eirri skoðun,
að kreppan eigi aðalrót sína í skaðabótagreiðslununu
Allir sjá, að framleiðsla landanna hefir fyrir löngu náð
sér aftur eftir eyðileggingar styrjaldarinnar og langt
fram yfir það. Að vísu hefir heimsstyrjöldin flýtt fyrir
þróuninni fram að því marki, er við stöndum við í dag,
og mun að ]>ví vikið síðar. En grunnorsakanna til
kreppunnar er að leita annars staðar.
IL
Sumir ágallar ríkjandi framleiðsluhátta liggja í aug-
um uppi. Svo er um skipulagsleysifr — hina algeru
vöntun á yfirliti, raungætri áætlun um þarfirnar eða
nokkurs konar yfirstjórn á framleiðslunni. Fyrirtækin.
eru óteljandi, hver framleiðandi pukrar i sínu horni og