Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 15
IÐUNN
Heimskreppan.
9
er óilgerlega sjálfráöur um, hvaö hann framleiöir og
hve mikiö.
Horfnir eru úr sögunni hinúr einföklu framleiöslu-
hættir miðaldanna, par sem aðallega var framleitt til
heimilis])arfa eða að minsta kosti til sveitarþarfa. Bæ-
irnir voru fáir og fámennir; handiðnamennirnir sáu
bænum og umhverfi hans fyrir nauðsynlegum hlututn
sjnnar tegundar; verzlunin umisetti einkum munaðarvör-
ur, auk fáeinna erlendra vörutegunda, sem lítið eða
ekkert var framleitt af á staðnum. Undir slíkum háttum'
gátu víðtæikar fjárhagskreppur ekki átt sér stað, hema
pá sem afleiðingar náttúruviðburða, sem á einn eða
annan hátt lömuðu framleiðsluna. En væri framieiðslan
í lagi, var hún líka notuð. Lífsgæðunum var auðvitað
mjög miasíkift, þá eins og nú, en fólkið svalt ekki heilu
hungri, ef nægur matur var til.
Framleiðisluhættir nútímans eru alt aðrir. Það eru
ekki lengur sömu mennirnir — eða sama sveitin — sem
framleiða vörurnar og nota þær. Minst er framleitt til
að fullnægja eigin ])örfum, mest til aö fullnægja þöitfr
um annara. Það er framleitt fyrir samfélagið í heild,
og afurðirnar hverfa inn í umsetninguna, sem vörur,
áður en þær eru notaöar.
Algengustu lífsnauðsynjar, svo sem föt, skór eða bús-
hlutir, eru afrakstur fjölda fyrirtækja, sem eru hvert
ööru óháð; þær hafa hvað eftir annað verdð sendar á
vörumarkaðinn sem hráefni, keyptar af nýju fyrirtæki,
unnið úr þeim, og loks koma þær á markaðinn enn
einu sinni, áður en þær ná til neytendanna. Þúsundir
handa, víðs vegar um heim, hafa unnið að þeim. Á bak
við ein föt liggur ef til vilt starf baðmullarræktenda í
Georgíu, spunamanna og vefara í verksmiðjunum í
Manchester, klæðskera í Reykjavík. Aö baki þeim eru