Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 18
12
Heimskreppan.
IÐUNN
III.
Auðmagn (kapital) heyrum við oft talað um. Flestir
gera sér í hugarlund, að auðmagnið iiggi aðallega í
arðberandi fyrirtækjum og framleiðslugögnum: vélum
verksmiðjum, skipum, ræktuðu landi og öðru pví, er
framleiða má með verðmæti. Um auðmagn er oftast
talað og skrifað eins og það væri eingöngu fólgið í
framleiðslutækjum og markaðsvörum, í efnislegum
verðmætum yfirleitt. En þetta er ekki nema nokkur
hluti þess auðmagns, sem leikur sitt afdrifaríka hlut-
'verk í viðskiftalífi heámsins. Sumir vilja meira að segja
alveg ganga fram hjá því, þegar um er að ræða
skilgreining þess, hvað auðmagn sé. Þeir segja: Auð-
magn og framleiðslutæki er ekki það sama; auðmagn
og afurðir, auðmagn og vörur er sitt hvað. Hið eigin-
lega auðmagn er fólgið í kröfum, réttindum af einni
eða annari tegund. Réttindi þessi geta verið tengd við
framleiðslutæki eða önnur raunverðmæti, en Jiurfa alls
ekki að vera þaö. — Hvað sem nú þessari skiigreáningu
líður, þá er Jiað víst, að einungis nokkur hluti af auð->
magni heimsins er í beinum tengslum við raunverð-
mætin. Mikill hluti þess er alls ekki fólginn í eignar-
rétti á arðberandi fyrirtækjum eða öðrum ájireifanleg-
um verðmætum. Og þessi hluti auðmagnsins fer óðum
vaxandi. Að nokkru leyti birtist þetta auðmagn sem
kröfuréttindi á hendur nafneiganda eins eða annars
framleiðslufyrirtækis: veðskuldiir o. fl. En í æ stærri stíl
verður auömagnið algerlega fráskilið efnislegum verð-
mætum. Svo er með auðmagn það, sem birtist í líki
ríkisskuldabréfa, bæjarskuldabréfa, víxla og annara
verðbréfa, sem eingöngu hvíla á gneiðsluskuldbindingu
iánþega. Sarna er að segja um hvers konar banka-
innstæður.