Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 19
•IÐUNN
Heimskreppan.
13
Auðniagnið tekur á sig margs konar myndir og verk-
ar á viðskiftalífið með margvíslegum hætti, sumpart
örvandi og gagnlegum, sumpart lamandi og skaðvæn-
m Verkanir hinna ýmsu tegunda [)ess á sjúkdóms-
ástand heiimsins nú á dögum er því ærið flókið við-
fangsefni. En skifta má auðmagninu í flokka eftir þvi,
hverja mynd það tekur á sig.
1 fyrsta lagi er auðmagn það, sem felst í eignar-
haldi á framleiðtsilugögnum og atvinnufyrirtækjum. Þessi
mynd auðmagnsins er mest áberandi þar, sem auð-
vafdsþróunin er tiltöluilega skamt á veg komin, t d.
hér á íslandi. Bn í löndum eins og Bretlandi eða Banda-
rikjunum telst svo til, að ])essi hlutinn nemi ekki meiru,
en einum fjórða heildar-auðmagnsins eða jafnvel enn
þá minnu.
Þá er það auðmagn, sem ekki er fólgið í eignarrétti á
framileiðslutækjum, en er þó við þau tengt, t. d. kröfur.
með veðrétti í fyrirtæki. Þessi tegund auðmagns kernur
snemma, í ljós. Hún iýsir sér sem skuldabyrði, er hvílir
á fyrirtækinu. I skuldasöfnuninni, birtist þannig ein teg-
und auðmagns; á bak við skuldirnar finnum við auð-
mann eða auðstofnun, sem hefir veitt lánin og fengið
veðin. — Sumum hagfræðingum telst svo tál, að i stór-
iðjulöndunum hafi skuldasöfnunin þegar í stríðsbyrjun
(1914) verið búin að ná því hámarki, fer atvinnulífið
gat framast borið, og er þá auðsætt, að hún hefir yfir-
stigið öll skynsamleg takmörk á stríðsárunum og tírna-
bilinu þar á eftir, þegar flestar þjóðdr streittust við að
hefja gjaldeyri sinn upp í gullgengi. Þar, sem skulda-
kröfurnar hafa ekki verið gerðar að engu með gengis-
hruni og verðbólgu, eins og í Þýzkalandi og víðar, eru
nú kröfur þessar að meira eða minna leyti blekking ein.
Veðið netnur ekki lengur að verðmæti nándar nærri