Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 22
16
Heimskreppan.
ÍÐUNN
Á síðustu áratugum hefir það farið í vöxt með öllum
menningarþjóðum, að menn verji fé sínu á þenna hátt-
vegna þess, að það hefir þótt öruggast. Með mörgum
þjóðuim nema nú slíkar kröfur á hið opinbera einum
fjórða af heildareignunum eða enn meiru.
Á síðari tímum hlaða riki og opinber fyrirtæki meir
og meir á sig skuidum. Sama er að segja um einka-
fyrirtæki. Það er lánað út á nærri alt, sem meta má
til verðs. Þegar nú einkafyrirtæki er orðið svo hlaðið'
skuldum, að það getur ekki staðið straum af þeim, hlýt-
ur það, fyr eða seinna, við gjaldþrot eða samninga,
að færast yfir á hendur kröfuhafa, eða það er sielt öðr-
um til lúkningar skuldunum. En að jafnaði er 'fyrLr-
tækið rekið eftir sem áður; framleiðslan stöðvast ekki,
sé annars um lífvænlega framleiðslu að ræða.
Skuldaþungi sá, er hvílir á samfélaginu í heiild, verk-
ar nokkuð á annan veg. Samfélagið verður að sjá fyrir
gjaldeyri til vaxta og afborgana og notar til þess
skattakerfið. En í auðvalds-þjóðfélagi er skattakerfið
aldrei þannig vaxið, að skatturinn allur — eða meiri
hluti hans — sé takinn af nettóigróða fyrirtækjanna.
Skatturinn hvílir á föstum eignum, hvort sem þær eru
arðberandi eða ekki, á þurftartekjum manna og á lífs-
nauðsynjum þeirra — sem tollar, Allir þessir skattmát-
ar koma meira eða minna niður á hinum einstöku fyrir-
tækjum í hlutfalli við stærð þeirra og umsetningu, án
tillits til þess, hversu mikinn - eða lítinn — arð þau.
kunna að gefa. Auknir skattar á þurftarlaunum verkar
rnanna eða tollar á nauðsynjar þeirra bljóta að leiða
til kauphækkunar og lenda því að nokkru leyti á fyrir-
tæki því, er þeir vinna hjá, í hlutfalli við stærð þess og
starfsmannafjölda. Skattar af þessari tegund, svo og
fasteignasikattar og önnur gjöld, sem ekki eru bundin