Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 23
IÐUNN
Heimskreppan.
17
við arðsemi fyrirtækisins, verða að greiöast, hvernig,
sem hagur ])ess stendur að öðru leyti. Atvinnufyrirtæki
verður að gefa einhvern félagslegan arð til þess yfir-
leitt að fá að starfa, hvort sem það gefur einka-arð
eða ekki. Stórt fyrirtæki geldur ef til vill tugi þúsunda
í útsvar, en á þó ekki fyrir skuldum og greiðiir hlut-
höfum sínum ekki grænan eyri í arð.
Vextir og afborganir ríkisskulda og útgjöld til her-
búnaðar eru nú að jafnaði Langstærstu gjaldaliðir á
fjárhagsáætlunum rikjanna. Til þess að standa straum
af þessum ríkisgjöldum og öðrum eru æ meira notaðir
skattar af j)cirri tegund, sem nefnd var hér að fram-
an. En eftir því sem byrðar hinis opinbera þyngjast og
meira og meira af auðmagni einnar þjóðar tekur á sig
form skuldabréfa, eftir því gleypa ríki og bæjafélög
meira og meira af afrakstri atvinnufyrirtækjanna. Og
[já verður gróði þessara fyrirtækja að vaxa hröðum
skrefum, ef um nokkurn einkaarð á að vera að ræöa,
Þessari þróun er nú svo langt komið í iðnaðarlönd-
unum, að einungis jiau fyrirtæki fá staðist, sem notr
færa sér út í æsar vinnuvísindi nútímans og geta því
kastað af sér feikna-arði. Hin, sem ekki hafa fylgst með
tímanum, verða að gefast upp og reka starfsmenn sína
út á gaddinn. En með hverju fyrirtæki, sem gengur úr
leik, veikist undirstaðan, sem hin mikla yfirbygging
riikisgjaldanna hvílir á. Og jiafnframt Jjyngjast byrðar
hins opinbera enn meir við atvinnuleysið, ef fólkið á
*ekki að falla úr hungri og harðrétti. Þá er fyrst fyrir
alvöru farið að þrengja að kosti þeirra, sem enn þá'
hafa vinnu. Þ.að sjáum við nú gert, t. d. í Þýzkalandi
svo rækilega, að hæpið er að lengra verði komist á
þeirri braut. En það er ekki auðvelt að stöðva skrið-
una, siem komin er af stað. FLeiri og fleiri fyrirtæki
íöunn XVI.
2