Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 24
18
Heiinskreppan.
ÍÐUNN
verða að færa saman kvíarnar eða gefast upp, og við
pað svíkur undirstaðan enn meira. Hringurinn lokast,
svikamylnan mikla er í gangi, og hringrásin magnar æ
meira þá krepini, sem kom henni af stað.
Eins og áður er sagt, er pað ekki nema nokkur hluti
fjármagnsins í heiminum, sem stendur í framleiðslu-
fyrirtækjum eða í beinum teng&lum við pau. Hið eigin-
lega auðnuagn hefir skilið sáig frá atvinnulífinu og leik-
ur lausum hala. Það er slitið úr sambandi við öll raun-
verðmæti og er oft í raun og veru ekki til nema á
pappírnum. En [)etta lausbeizlaða sýndar-auðmagn
liggur eigi að síður eins og farg á framieiðslunni. Það-
er hún, sem verður að ávaxta það og bera það uppi.
Það er sníkjugestur, sem etur upp ávexti iðjunnar
gauksunginn í hreiðrinu, sem ræni,r lífsgæðunum frá
hinum réttbornu örfum og kastar þeim út að lokum.
Það má losna við þenna ófögnuð í bili með því að
rýra verðgildi peninganna. Þjóðverjar fóru þessa leið
fyrir átta árurn, en tökst það ba'ra að nokkru leyti;
innanlandsskuldirnar hurfu, en skuldirnar við útlönd
stóðu eftir óhaggaðar. Nú eru þeir kaffærðir í nýrri,
flóðbylgju. Bretar hafa á síðustu mánuðum vikið inn á
sömu braut, en um framhald eða árangur af því verður
enn eigi séð til fulls.
í ofvexti þessa sníkju-auömagns er vafalaust að leita
einnar af meginorsökum heimskreppunnar. En hér er
ekki um aö ræða neinn aðvífandi faraldur, sem gýs
upp öllum að óvörum. Þvert á móti; sjúkdómurinn er
samgróinn og óaðgreinanlegur því atvinnu- og fjármála.-
skipulagi, sem þjóðirnar búa við' nú á dögum.