Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 26
20
Heimskreppan.
IÐUNN
fyrir, að þessi arfur hefði fallið í skaut einum manni
nú á timum. Sá maður væri þá sennilega eigandi aö
öllum auðæfum jarðarinnar.
Vaxtakerfið stefnir beint út í fráleitustu fjarstæður
<og ber í sér þann sýkil, er hótar auðkröfunum feigð.
Það stefnir að því, í sambandi við erfðarét-tinn, að ein
ætt geti, er stundir líða, sölsað undir sig öll verðmæti
jarðarinnar. Við höfum huggað okkur við Jiað, að þetta
væri einungis hugrænn möguleiki vegna þess, að sam-
heldni og hagsýni héldust aldrei gegnum marga ætt-
liði. Maður leggur grundvöllinn að miiklum auði. Sonur
hans verður mikill auðburgeis. En svo kemur sonarson-
urinn, eða að minsta kosti afkomandi í fjórða eða fimta
lið, sem er fífl og landeyða og sólundar öllu, sem hönd
á festir. Þar með er hinn mikli auður fokinn út í vieður
og vind.
Ályktun eins og þessi var alls ekki út í bláinn. Lífið
staðfesti hana oft og einatt. En nú á dögum virðist svo
seim raunveruleikinn sé tekinn að afsanna hana. Risa-
auði Rockefellers, Morgans eða Fords er ekki hægt að
sólunda með persónulegri eyðslu, jafnvel þótt erfingj-
arnir slái öll met í léttúð og fjármálaglópsku. Auður,
sem gefur af sér í hreinar árstekjur 50 miljónir amer-
ískra daia, þolir hverja vitfirringseyðslu sem vera skal
án þ©9s að auösöfnunin stöðvist. — Sníkju-auðmagin
miljarðunganna vex með stigandi hraða, eins og ægilegt
snjóflóð, knúð fram< af hannslausum náttúruöflum. Svo
er talið, að hin miklu auðsöfn hafi tilhneigingu tii að,
tvöfaldast á skemrd tíma en tuttugu árum. Það rekur
að því, að ofurþungi vaxtafargsins sligar og lamar alt
hedlbrigt atvinnulíf í heiminum.
Mörg öfl hafa lagst á eitt til að skapa það kreppu-
öngþveiti, sem nú þjakar þjóðirnar. Vaxtaþunginn er