Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 27
IÐUNN
Heimskreppan.
21
eitt þeirra afla. Vaxtakerfi nútímans — og fjármála-
stefnan yfirleitt — stefnir beina leið út i ginnung'agap
hruns og eyðileggingar. Stendur heimurinn nú andspæn-
is slíku reginhruni? Það er spurning, sem brennur í
hugum þúsunda og miljóna nú á dögum.
V.
Aðaldriffjöðrin í atvinnulifi nútímans er hin vægð-
arlatisa samkeppni, sem á sér stað milli hinna mörgu
og dreifðu fyrirtækja. Innan hverrar iðngreinar jiving-
ar samkeppnin fyrirtækin til að færa sér í nyt allar
framfarir í vinrjuvísindum; svo fljótt sem unt er verða
þau að taka upp ný orkusparandi vinnubrögð, og yfir-
leitt mega ])au ekki vanrækja neitt, sem getur dregið
úr framleiðslukostnaðinum. Dragist fyrirtæki aftur úr
í þessu kapphlaupi, er það venjulega dauðadæmt; frarn-
leiðsla þess verður óseljanleg, önnur fyrirtæki framleiða
vöruna í stærra stíl og geta selt hana ódýrara verði.
Því tjáir ekki að neita, að þetta kapphlaup um endur-
bót framleiðisluaðferða hefir verið höfuðástæða hins
geysilega útþenslumagns skipulagsins og leitt af sér
miklar efnahagslegar framfarir. Á meöan auðvaldsstefn-
an er að leggja undir sig atvinnulíf þjóðanna og enn þá
'iggja eftir stór svæði með frumrænni framleiðsiuhátt-
um sem leifar fyrri tíma, sýnir samkeijpnis-skipulagið
alla sína heztu kost'i. Framleiðslumátturinn eykst stór-
um, og ])að hefir í för með sér aukna velmegun lengi
Vel meö þeirn þjóðum, semi eru í fararhroddi.
Nokkuð annað verður uppi á teningnum, þegar að því
dregur, að framleiðsluhættir auðvaldsins hafa náð tök-
um á öllum sviðurn. Þá fer skorturinn á skipulagi og
yfirstjórn að gera vart við siig fyrir alvöru. Framfar-
'Jrnar í vinnutækni halda áfram, og sá eyðandi kraftur,