Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 29
UÐUNN
Heimskreppan.
23
meiri hraða og minni kostnaði; |)á grípa fésterkir og
framtakssiamir auðmenn tækifærið án nokkurs tillits til
þesis, hvort [)örf er fyrir framleiðslu þeirra eða hvort
nokkurs staðar finnist ónotaður kaupmáttur til að taka
við þesisari auknu framleiðslu.
Hvernig geta Jreir það án þess að sjá fyrir nýjum
markaði? Svarið er mjög einfalt: Nýja fyrirtækið þarf
ekk; á nýjum markaði að halda. Hiklaust beinir það
vopni sínu að hinum gamla, æruverða keppinaut og
gengur milli bois og höfuðs á honum með köidu blóði.
Vopnið er [rrautneynt og óbrigðult: lægra verð. Með
[)vi er eldra fyrirtækið beygt i kné og því bolað út úr
leiknum, en hið nýja tekur rúm þess sem seljandi á
markaðinum. Bundið auðmagn, sern gaf góðan arð, er
oröið arðlaust og einskis viirði; starfsmennirnir, sem
unnu við það, eru sviftir öllum bjargráðum. Og þetta
stuðlar aftur að ])ví að lama kaupmáttinn og draga úr
eftirspurn hverrar vöru sem er. En þrúunin horfir ekki
um öxl og lætur sig engu skifta rústirnar og hörmung-
arnar að baki. Kapphlaupið harðnar; öll eyðingaröfl eru
laus. Og [)ví grályndari og vægðarlausari sem leikurinn
gerist, því ramari nauður rekur alla til að taka þátt í
honum. Það er um tvent að velja: duga eða drepast.
— Þegar ekki er hægt að afla nýrra markaða lengur,
þegar ekki finnast fleiri nýlendur að fara herskildi yfir
og aröræna, snýst auðvaldsþróunin gegn auðskipulag-
inu sjálfu. Tæknin ónýtir vélarnar og varpar þeim á
s°r[)hauginn. Auðmögnin eta hvert annað upp, eins og
hýrnar í draumi Faraós.
Leiðin út úr þessurn ógöngum er engin önnur en ráð-
fast skipulag á framleiðslunni. Með slíku skipulagi
haettir atvinnulífið að vera viljalaus leikso])pur blindr-
ar og dutlungafullrar tækniþróunar. Með því er það