Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 31
IÐUNN
Heimskreppan.
25
er nú senn á enda runnið. Á móti umskiftunum spyma
margs konar öfl — fyrst og fremst tregðan og hugleysið
í okkur isjálfum. En pau öflin eru máttugri, sem knýja
fram ækið. Náttúruvísindin sjálf, hin hraðskreiða ])ró-
un iðnfræði og tækni, sem er rétt nefnt kjörbarn auð-
skipulagsáns, grafa nú fyrir lífsrætur ]>ess, Einkaeignar-
fyrirkomulagib annars vegar og vaxandi vald mannsins
yfir náttúruöflunum hins vegar rekast á og geta ekki
átt samleið. Og Jregar spurt verður í alvöru, hvort af
þessu tvennu eigi að vikja, getur enginn vafi leikið á
um svarið. —
Hér að framan hefir verið reynt að grafast nokkuð
fyrir orsakir kreppunnar. Þó hefir enn eigi verið vikið
að einum þætti þessa úrlausnarefnis — og það þeim
þættinum, er sumir telja mestan örlagavald fyrir ríkj-
andi skipulag. Að sú skoðun hefir myndast — og unnið
nokkra tiltrú — að núverandi heimskreppa sé ekki hlið-
stæð öðrum kreppum, heldur sé hún lokakreppan,
byggist ekki minst á þeirri afstöðu hlutanna, er sá
þáttur gefur vitneskju um. Þessi afstaða er það, sem
stuðlar að því að rífa nýlendurnar frá „móðurlöndunr
um“, blæs til borgarastyrjaldar í Kína, spáir markvísri
uppreisn Indverja, hótar að höggva sundur öll bönd,
sem haidið hafa saman heimskerfi auðvaldsins. Hún or-
sakar atvinnuleysi meira en dæmi eru til með fremstu
og auðugustu menningarþjóðum, brýtur niður traust-
ustu myntkerfi heimsins, æsir upp til samblásturs á
öflugasta flota veraldar, 1 slóð hennar fylgja hungur
og hönnungar í dag — kannske borgarastyrjöld og
bylting á morgun.
Að þeim þætti máisins verður vikið í siðara hluta
Þessarar greinar.
í febr. 1932.
A. H..