Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 35
ÍÐUNN
Ungir rithöfundar.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
I.
Þegar ný bók kemur út, hlýtur sú spurning e'ðlilega;
að vakna hjá peim, er um bækur hugsa og bókum unna,
hvort hún muni hafa nokkuð að bjóða peim. Pað er
eins og menn ósjálfrátt geri mótstöðu gagnvart henni,
líkt og menn ósjálfrátt og óafvitandi veita öllu nýju,
sem þeir ekki þekkja, meiri eða minni mótstöðu. Sé
bóikin eftir niann, sem hefir gert sig lesandanum að
góðu kunnan áður, getur það verið, að þessarar mót>
stöðu gæti harla lítið, en sé hún aftur á móti eftir al-
óþektan mann, getur mótstaðan gagnvart henni orðið
svo mikil, að engir kostir hennar séu megnugir ])ess
að yfirvinna hana — bókin er þá í huga þess einstafo-
iings fyrir fram dæmd og hann fær sig aldrei
til að lesa hana. — Það er þessi tregða lesendanna
gagnvart hinu nýja, sem er höfuðóvinur flestra eða
allra ungra og upprennandi skálda, og fyrir allflestum
fer það svo, að mestur hluti starfsáranna eyðist, áður
an hann yfirvinnur tregðxma að fullu og ölliu — en
þá hefir hann fyrst fengið það, sem í eiginlegum skiln-
ingi er hægt að kalla viðurkenningu almennings, og sé
ínaðurinn virkilegt skáld, sem eitthvað hefir að færa
mönnum, þá nær hann þessu takmarki fyr eða 6Íðar
— sumir að vísu ekki fyr en þeár eru komnir undir
græna torfu, aðrir á tiltölulega ungum aldri —. Blöð;
og ritdómarar hafa í því sambandi langtum minni þýð-