Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 37
IÐÚNN
Ungir rithöfundar.
31
aukið þá gáfu og eflt meö þolinmóðri ástund'un og
beinu námi, þanga'ð til a& liver Ijó’ólína er orðm hjá
honum — þar sem honum tekst bezt — bókstaflega það,
sem hann vill að hún> sé, og það sem hún þarf að vera1
— þangað til búningurinn er orðinn samgróinn efninu
og tilfinningunni, látlaus og einfaldur, en jafnframt
sterkur og persónulegur, eins og orðin seitli fram úr
sama sálarástandi og þær tilfinningar og skáldsýnir,
sem þau eiga að skýra.
Þegar litið er á að eins hið ytra, mál og húning Ijóð-
anna, þá er það undir eins augljóst, að Davíð er „nýr“
maður — og það í bezta skilningi orðsins. Honum hefir
tekist þar að leysa hlutverk af hendi, sem margur
myndi hafa kosið sér: að vissu leyti að marka nýja
stefnu í íslenzkri ljóðagerð, og það án þess að Jrnrfa
að grípa til neinna öfga, né kasta fyrir horð ýmsurn
þeim gömlum verðmætum, sem gert hafa íslenzka ljóð-
list dálítið sérkennilega um aldir. En hann hefir alger-
lega losað sig undan áhrifum og oki hins dauða, „lærða
formis“, sem á hinn bóginn um aldir hefir legið sem>
fjötur um fót íslenzkra ljóða, og jafnan lagt talsverðar
hömlur á eðlilega framþróun og Jéttleika ljóðmálsins.
Hann hefir losað sig við allan Jrann Jöngu dauða og
fulJkomlega stirðnaða forða af orðum og kenningum,
sem öldum saman hefir sveimað eins og bleikar vofur
og lagt snörur fyrir íslenzkan kveðskap og oft hefir
tekist að kæfa jafnvel listaverkin og gera þau að
stirðnuðu gerfi. — Það er ekki þeim að þakka, heldur
Jirátt fyrir þau, að til hafa orðið íslenzk listaverk í ljóði,
bæði fyr og siðar. —
Nú er þetta auðvitað ekki svo að skilja, að Davíð hafi
gert þetta einn og undirbúningslaust, andstaðan gegn
hinum dauða orðaforða ljóðanna hefst svo að segja.