Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 40
34
Ungir rithöfundar.
IÐUNN
II.
Davíö Stefánsson er fæddur 1895 í Fagraskógi við
Eyjafjör’ð og er það, sem til fornia hefði verið kallað
„af góðum ættum“. — Faðir hans var Stefán Stefáns-
son bóndi og alþingismaður í Fagrasikógi og móðir
hans, Ragnheiður, sem enn er á lífi, er Davíðsdóttir,
pxiests á Hofi. Bróðir hennar var hinn gáfaði og þjóð-
ikunni fræðimaður og þjóðsagnasafnari ólafur Davíðs-
son; þarf því ekki langt að rekja til jiess að finna rit-
mensku og margs konar hæfileika í ættinni. I Fagra-
skógi ólust líka upp 7 systkini — 4 bræður og 3 systur,
sem öll þykja prýðilegum gáfum gædd og sum vel
hagmælt, þótt engu hafi auðnast að ná skáldfrægð
neraa Davíð.
Davíö er uppalinn hjá foreldrum sínum, og hefir
heimili hanis alt fram á þennan dag verið í ’Fagraskögi,.
enda þótt hann um stundarsakir hafi dvalið annars
staðar, og nú síðustu árin gegnt bókavarðarsýslu á
Akureyri.
Hann var að einis 16 ára að aldri, er hann útskrif-
aðist úr Gagnfræðasikólanum (nú Mentaskólanum) á
Akureyri, en úr námi varð ekki meira þá að sinni, því
árið eftir veiktist hann og var heil.sulaus að kalla í 4 ár.
Á þessu tímabili var hann stundum svo langt leiddur,.
að honum var ekki ætlað líf. Að veikindunum afstöðn-
um hélt hann námi sínu áfram og útskrifaðist úr
Mentaskólanum í Reykjavík 1919. Árið eftir tók hann
heimspekipróf, en hætti svo við háskólanámið og fór
utan; alls hefir hann siglt fimrn sinnum og farið æði
víða im. a. til Suður-Evrópu og Sovjet-Rússlands. —
Þetta eru í stuttu máli hin ytri drög í æfisögu skálds-
ins Davíðis Stefánssonar fram á þennan dag. Fljótt á
litið getur verið að þetta sé alt saman svo algengt og