Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Qupperneq 41
IÐUNN
Ungir rithöfundar.
35
langt frá því að geta álitist það, sem kalla má „við»-
burðaríka æfisögu“, að árangurslaust muni vera að
neyna til að leita að samhengi milli viðburðanna og
þroska og vaxtar mannsins sem skálds. En svo er þö
ekki. Því hver ytri viðburður, hversu lítilfjörlegur og
algengur sem hann virðist vera, á sér tilsvarandi, en
dýpri sögu innri kenda og þróunar, sem þó aldrei
verður rakin til fulls. Það er að eins hægt að finna og
benda á það, sem beinlínis kemur fram í ljóðunum
t. d. má benda á hin mörgu ferðakvæði — myndir.
seim brugðið er upp frá ítalíu og úr erlendum borgum
(einikuim í safninu „Kveðjur") og hinum ógleymanlegu
Rúsislandsimyndum (úr „Ný kvæði“). — Þessi kvæði
eru þess eðlis, að maður finnur, að þau eru annað og
meira en það, sem skáldið sér og heyrir með ytri skyn,-
færuim, þau bera vott um innlifun í tilfinningar og
uimhverfi, innri samúð og samvifund með yrkisefninu.
Þegar þetta er athugað, hlýtur hitt einnig að verða
skiljanlegt, hversu mikil áhri.f veikindin með þeim
kenduim og hugmyndum, sem við þau eru tengd, hafi
hlotið að fá á skáldskaparferil Davíðs — einkum þó tií
að byrja með. — Það var einmitt á veikindaárum hans,
að hann tók að yrkja, og það er á þeim sömu árum,
að hann þroskast, bæði sem maður og skáld — því
skáld er hann undir eins og hann fyrst kernur franx
á sjónarsviðið opinberlega, jafnvel þó hann þá enn eigi
langa leið fyrir höndum, áður en hann er búimn að
finna sjálfan sig til fulls — og — hver veit — kannske
er hann ekki kominn alla þá leið enn. —
Sá innri eldur sársauka og sorgblandinnar, leitandi
lífsgleði, sem kemur fram strax í fyrstu kvæðum hans,
er ávöxtur einveru og angistar, örvæntingar og innilegra
óska og eftirlangana, sem ef til vill aldrei eiga að