Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 42
36
Ungir rithöíundar.
iöunn
rætast, en eilíflega að slokkna í brjósti deyjandi manns
— slokkna áður en augu hans höfðu einu sinni getað
horft inn í „fyrirheitna landið" og skoðað dýrð hins
heilbrigða, glaða lífs, sem hann þráir — áður en andi
hans fengi að bergja á brunni hinna heitu, iifandi.
nautna, sem birtast i draumum hans. — En ínn á millii
koma aðrir glampar, |>aö eru geislar eða endurskin
peárrar samúðar og pess ástríkis, sem hann, þrátt
fyrir alt, á við að búa frá sinum nánustu, einnig |>að
dýpkar í kendinni sökum sjúkleikans —. Má þar t. d.
benda á tilfinningarnar gagnvart móðurinni — hinni
jireyttu, sívinnandi, sífórnandi, — en fórnin er skilin —
ekki lengur þegin sem sjálfskylda, eins og hjá frískum
nxanni. Og svo verður hið fallega, einfalda kvæði til mn
mömmu, sem er þreytt og þarf að fá að sofa í rökkr-
inu það er ef til vill engin hending, að það kvæði
stendur eins og upphaf allra Ijóða Davíðs — fyrsta
kvæðið í fyrstu bók hans:
„Seztu hérna hjá mér
systir mín góð.
1 kvöld skulum við vera
kyrlát og hljóð.
1 kvöld skulum við vera
kyrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna,
og mamma er svo þreytt.
— - Og suinir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir
og sumir eiga þrá,