Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 45
«ÐUNN
Ungir rithöfundar.
39
og sá er bróðir beztur,
seni blessar öll pín spor,
og hvorki silfri safnar
né sverð í höndum ber,
en öllu illu hafnar
og að eins fylgir þér.“
En í alla þessa tóna blandast einn, eða öllu heldur
fylgir þeim ávalt eins og hljómgrunnur allra kvæðanna,
og það er medaumkun. —
Mér finst ekki vera hægt aö finna neitt betra orð
yi'ir þann straum af lifandi, innilegri og djúpri ósjáif-
ráðri samúð og samvitund með öllu og öllum, sem
.ávalt kemur einhvers staðar fram, hvort sem kvæðinu
er beint inn á við gagnvart skáldinu sjálfu eða út á við,
ýmist sem ástaratlotum eða sem hárbeittu vopni, eins
og stundum á sér staö. — Það blandar sektarvitund
í sæludrauma og þurkar út synd og sekt hjá þeim
þjáöu, hvort sem þeir storka, ögra og hæða eða láta
beygjast til jarðar.
Smákvæði eins og „Portkonan" sýnir þetta vel, — og
Messcillna“ verður ekki einungis Messalina óvætt-
urin, sem veitir sér i syndum og löstum og hefir gleði
af að sjá aðra leidda i glötun, en hún verður lika með-
fram að eins kona afvegaleidd sál og ógæfusamur
«einstaklingur:
„Enginn [)ráir eins að gleyma,
' eins að gista svefnsins heima.
Enginn brennur eins af kvölum
inni í dómsins sölum.
Undir svörtum sorgarfeldi
sofnar hún á eldi."
— Og hann skilur þann, sem enginn skilur:
„Einn veit ég öldung,
sem enginn skilur,