Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 47
IÐUNN
Ungir rithöfundar.
41
tilfinningar, að meira að segja hinir svörtustu glæpir
hvitna, mást ᣠ'í flóði pjáninga hans sjálfs,'þegar hann,
sér og finnur, að alt líf hans og framferði er eins og
grimmur hæðnishlátur gagnvart hans insta eðli og upp-
runalegustu þrám. . . .
Og eins og þessi djúpa samúð kemur fram gagnvart
einstaklingunum, kemur hún og ekkert síður —
fram gagnvart eyrnd fjöldans:
„Pví ertu nefndur Guðmundur hinn góði?
Þú grætur með hryggum, sveltur með peim soltna,
og betlar fyrir betlarann og talar
um heilög mál við heimskan förulýð. . . .“
Sem áþreifanlegt dæmi um tilfinningar skáldsins
gagnvart misrétti því, er jafnan kemur í ljós í ein-
hverri mynd i mannlegu félagi, mætti benda á kvæðið:
„Konan, sem kyndir ofninn minn“ — en þar kemur
fram um leið djúpur, einfaldur skilningur á, í hverju
virkilegu verðmætin eru fólgin. —- En þar er þetta
erindi:
„Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
er last og dagiegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mest af mildi á.
Fáir n jóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.“
Enn fremur mætti í þessu samhandi benda á: „Þegor
Jesús frá Nasaret reid inn í Jenísalem, sungu hinir
snauoueða „Vodka“, „Söngur galeiðuprœlanna“ og
margt fleira tæki maður öll þau kvæði út úr og
athugaði þau, myndi það koma í ljós, að sökum sa.m-
úðar sinnar og hins mikla og fjölbreytta mannlega