Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 49
OÐUNN
Drottningin frá Saba.
— Knut Hamsun.
1 I.
Maður svipast ofurlítið um, flœkist stað úr stað, og
forlögin láta hann rekast á menn siem hann hefir séð
einu sinni áður, rekast á pá svo skyndilega, á óvæntunv
stöðum, að hann verður steinhissa og gleyinir alveg að
taka ofan og heilsa.
Þetta kemur oft fyrir mig, já margoft. Við því er
ekkert að gera.
Það sem kom fyrir mig árið 1888 tengist með furðu-
legum hætti við annan atburð frá árinu í ár, núna
fyrir tæpri viku, þegar ég var á ferð í Svípjöð. Það
er mjög auöskilið og blátt áfram, í raun og veru svo
hversdagislegt að kannske er [iað ekki einu sinni þess
vert að vera að segja frá þvl Og samt ætla ég að-
rayna að gera það eins vel og ég get.
Þú spurðir mig, þegar við vorum saman síðast. . . .
iiú jæja, þú manst sjálfnr hvað þú spurðir um, ég
þarf ekki að endurtaka það. En þá svaraði ég að þaö
-kæmi mér ekki að neinu haldi hvernig sem ég reyndi,
alt af rækist ég á einhverja hindrun, mér væri vísað á
ég væri rekinn á dyr. Og ég er ekki að ljúga, ég
skal sýna þér svart á hvítu að þetta er sannledkur.
£g hefi aldrei verið jafn-nærri markinu eins og í þetta
siðasta skifti, og samt var ég rekinn aftur svona líka
eftirminnilega. Við því var ekkert að gera.