Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 51
SÐUNN
Drottningin frá Saba.
45
Þa'ö er ung stúlka sem ég tala við, það kom. í ljós
seinna að hún var heimasætan á bænum. Kg horfi á
hana og læzt ekki trúa því að hér sé fult hús. Ætlaöi
hún aö láta mig gjalda ]>ess að ég var Norðmaður,
pólitískur andstæöingur?
Skárri er pað nú vagnafjöldinn hérna, segi ég
kæruleysislega.
Já, það er kaupstefnufólk, sem ætlar að gista,
svarar hún; j)að má svo heita að við höfum ekkert
rúm eftir.
Svo fer hún fram til að panta mat handa mér. Þegac
hún kom aftur fór lnin enn á ný aö tala um hvað hér
væri fult. Hún sagði:
— Þér getið annað hvort haldið áfram til næstu
stöðvar, til Ytterán, eða j)ér snúið aftur með lestinni
spottakorn. Hér er ]>ví miður húsfyllir.
Ég ásetti mér að sýná Iressu einfalda barni þolin-
mæði, ég vildi ekki vera óþarflega hortugur við hana;
en auðvitað ætlaði ég að sitja sem fastast til morguns.
Ég var staddur á opinberri vagnstöð og gistingu vildi
ég hafa!
Það er Ijómandi veður, sagöi ég.
Já, svaraði hún. Það veröur bara gaman að ganga
niður að Ytterán í kvöld. Það er alls ekki Jangt, ekki
nema rúm míla.
En nú var mér nóg boðið, ég svaraði af alvöru
og festu:
Ég geri vitanlega ráð fyrir að þér lofiö mér að
vera í nótt; ég kæri mig ekki um að ganga lengra,
ég er orðinn þreyttur.
— En ég hefi sagt yður að hér er gestur i hverju
rúmi, svarar hún.
Einmitt það, en slíkt kemur mér ekki við.