Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 52
46
Drottningin frá Saba.
IÐUNN^
Og með það hlassaði ég mér niður á stól.
Annars lá mér við að vorkenna stúlkutetrinu. Þaö
leat ekki út fyrir að hún amaðist við mér af illviljíai^
hún hafði hreinlegan svip og hún fór vel með óvild
sína til okkar Norðmanna.
— Þér getið búið um mig hvar sem yður sýnist, til
dæmis hérna á legubekknum, sagði ég eftir stundarþögn.
En það kom þá upp að jafnvei legubekkurinn var
Iofaður.
Nú fór mér ekki að verða um sel- Yrði ég neyddur
til að ganga rúma sænska mílu í viðbót, myndi ég ekki
sleppa frá því heill heilsu; rúm míla í Svíþjóð tekur í
rauninni aldrei enda, það var mér kunnugt um.
En guð hjálpi yður, sjáið þér ekki að skórnir
mínir eru komnir í sundur, hrópaði ég. Þér rekið þó
ekki fólk út undir nóttina á svona skóm?
Nei-nei, en skórnir yðar verða víst ekkert betri í
fyrra málið, sagði hún og brosti.
Nei, hún hafði hiklega rétt fyrir sér 5 þvi, og nú vissi
óg ekki hvað ég átti að taka til bragðs. 1 sabia bili eru
dyrnar opnaðar og önnur ung stúlka kemur inn með
miklu fasi.
Hún er að hlæja að einhverju sem hefir komiö fyrir
hana eða henni dottið í hug og hún er með munninn
opinn til þess að segja frá þvL Þegar hún sér mig
bregður henni ekki hið minsta, en horfir á mig góöa
stund, og loks kinkar hún kolli til min. Svo spyr hún'
stillilega:
— Hvað er að, Lotta?
Oig Lotta svarar henni einhverju sem ég heyri ekki,,
en mér skilst að þær séu að hvísla um mig. Ég sit
þarna og horfi á þær og hiusta eins og nú ætti að'
gera út um örlög mín. Nú stelast þær til að líta á