Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 53
IÐUNN
Drottningin frá Saba.
47
skóna mina og ég heyri að þær hlæja ofurlítið sín á
milli. Unga stúlkan nýkomna hristir höfuðið og býst
til að fara.
En þegar hún var komin fram að hurðinni sneri
hún við alt í einu, eins og henni hefði dottið eitthvað
í hug:
Ég get vel sofið hjá j>ér í nótt, Lotta, og svo fær
hann herbergið mitt?
— Nei, svarar Lotta. Það getur ungfrúin ómögulega.
— Jú, víst get ég pað!
Þögn. Lotta hugsar sig um.
Jæja, úr því að ungfrúin vill, þá það. Og
Lotta heldur áfram og snýr sér að mér: Ungfrúin
ætiar þá að lána yður herbergið sitt.
Ég sprett á fætur, set hælana saman og tærnar út
og hneigi mig djúpt fyrir ungfrúnni, ég held að ég hafi
komist vel frá því. Ég þakkaði henni líka 'munnlega,
sagði að hún hefði sýnt mér góðvild sem væri ein<-
stök í mínu lífi, og að lokum lýsti ég því yfir að hjarta
nennar væri jafn-gullvægt og augu hennar fögur —
kæra ungfrú! Með það hneigði ég mig á ný og tókst
enn vel.
Jú, alt þetta leysti ég prýðilega af hendi. Hún roön-
aði og rauk á dyr, skellihlæjandi, og Lotta á eftir.
Svo sat ég einn eftir og hugsaði um það sem skeð
hafði. Þetta var ágætt; hún hafði hlegið, roðnað og
hlegið, jiað var góð byrjun, ég gat varla á betra kosið,
Guð minn góður, hvað hún var ung, varla átján vetra,
með spékoppa i kinnum og spor í hökuna. Ekki klút
um hálsinn, ekkert um hálsinn, það var ekki svo mikið
sem hálslíning á kjólnum, bara dregill. Og svo þessi
dökku og djúpu augu i yndisfríðu andliti. Ég hafði