Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 55
ÍÐUNN
Drottningin frá Saba.
49
Lotta sýnir sig' í dyrunum, iiún býðst til að vísa mér til
sængur ef ég óski pess. Og klukkan er orðin tíu, ég
stend upp og fylgist með henni. A ganginum mætum
víð ungfrúnni.
Það sem nú gerðist man ég eins og pað hefði verið
i gær, jafnvel minstu smá-atriði: Þiliö á ganginum er
nýmálað, en það hefi ég ekki hugmynd um; ég vík til
hliöar fyrir ungfrúnni þegar við mætum henni, og nú
er ógæfan yfir mér. Ungfrúin hrópar í æsingu:
— Málningin . . . !
En það er of seint, vinstri öxl mín nemur Jregar
við þilið.
Hún horfir á mig hreint agndofa. Svo segir hún við
Lottu:
— Hvað eigum viö nú að gera?
Það eru hennar óbreytt orð: hvað eigum við nú að
gera? Og Lotta svarar að þetta verðum við að núa af
með einhverju, og að svo mæltu skellir hún upp úr.
Svo förum við aftur út á tröppurnar og Lotta nær
sér í eitthvað til að núa af mér málninguna með.
Gerið svo vel að setjast niður, segir hún, annars
næ ég ekki til.
Og ég sezt niður.
Svo byrjum við að masa. . . .
Hvort sem þú trúir mér eða trúir mér ekki, — ég
segi þér það satt, að þegar ég skildi við ungfrúna um
kvöldið hafði ég beztu vonir. Við höfðum setiðogmasað
^g hlegið að öllu og engu, ég er viss um að við sátum'
fullan stundarfjórðung á tröppunum og röbbuðum sam-
an. Hvað svo? Nei mikil ósköp, þess vegna er ég ekki
heldur að státa neitt af því, en ég hélt nú samt að’
nng stúlka sæti ekki á tali við mann í stífan fjórðung
stundar undir fjögur augu eða sama sem án þess að
löunn XVI.
4