Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 57
ÍÐUNN
Drottningin frá Saba.
51
snemma morguns með lestinni, hún ætlaði til Stokkr
hólms.
Ég er orðlaus. Náttúrlega hafði hún ekki einu sinni
skilið eftir bréfmiða til mín, ekki eina linu; ég varð>
svo utan við mig að ég spurði ekki einu sinni um nafn
hennar, mér var orðið sama um alt. Nei, aldrei skyldi.
maður binda trygð við kon’ur.
Svo þramma ég fótgangandi til Gautaborgar, dapur
i bragði og særður í hjarta. Hverjum gat nú dottið
annað eins og þetta í hug; hún sem leit út fyrir að
vera svo einlæg og vönd að virðingu sinni! En pað
varð svo að vera, ég ætlaði að bera mig karlmann-
lega; pað skyldi hreint enginn í gistihúsinu verða þess
var hvað að mér gengi.
Nú var það einmitt um þetta leyti að Julius Kron-
berg hélt sýningu í Gautaborg á hinu mikla málverki
sinu „Drottningin frá Saba“. Eins og aðrir varð ég
að fara og skoða þetta málverk, og ég sá það og varð
stórhrifinn. Það þótti mér furðulegast að í mínum aug-
um var drottningin lifandi eftirmynd ungfrúarinnar
frá herragarðinum ekki þegar hún hló og gerði að
gamni sínu, heldur á því augnabliki er hún stóð upp-
rétt í vagninum og gerði út af við mig af því að ég
vildi leysa hestana. Það veit guð að ég fékk sting í
hjartað! Ég hafði engan frið fyrir myndinni, hún
minti mig alt of sárt á mína glötuðu hamingju. Eina
undurfagra nótt gaf hún mér innblástur til að skrifa
hinn alkunna listdóm, Drottningin frá Saba, sem birtist
i Dagblaðinu þann 9. desember 1888. 1 listdómi þessum
komst ég þannig að orði um drottninguna:
Þetta er fullþroskuð Eþíópíukona, nítján ára, grönn,
ögrandi fögur, hátignin og konan. . . . Með vinstri
hendi lyftir hún blæjunni frá andlitinu og beinir aug-