Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 58
52
Drottningin frá Saba.
IÐUNN
um sínum a'ð konunginum. Hún er ekki dökk að yfir-
bragöi, jafnvel svart hárið er alveg hulið af hinu silf-
urlita ennisdjásni sem hún er með; hún lítur út eins
og NorÖurálfukona sem hefir ferðast um Austurlönd
og hin heita sól hefir andaö á. En í augum hennar er
myrkurdjúpið sem segir til uin upprunann; þetta augna-
ráð, pungt og eldlegt í einu, lætur áhorfandann hrökkva
við. Vér gleymum ekki [lessum augum, í órafjarlægö
eru þau greypt oss i minni og vér eigum eftir að sjá
þau í draumi. . . .
Þetta um augun er fallegt; svona orð skrifum viö ekki
nema við finnum eitthvað sem svarar til þeirra í okkar
eigin brjósti, um það getur þú spurt hvern sem þér
sýnist. Og frá þeim degi hefi ég í hjarta mínu gefið
nafn meyjunni fögru sem ég kyntist á Barby vagnstööl
og kallað hana Drottninguna frá Saba.
II.
Hún er ekki úr sögunni, eftir fjögur ár kemur hún
aftur fram á sjónarsviðið, núna fyrir tæpri viku síðan.
Leiö mín liggur frá Kaupmannahöfn til Málmhauga,
ég ætla að hitta manneskju þar, og þessi manneskja á
von á mér — ég segi frá þessu aftur alveg eins og
þaö var. Farangur minn er geymdur hjá Kramer og ég
er búinn að fá mér herbergi; svo fer ég út til að hitta
þessa manneskju sem á von á mér, en fyrst ætla ég
að ganga niður á járnbrautarstöðina til þess að jafna
mig. Þar rekst ég á mann sem ég gef mig á tal viö,
ég er einmitt að segja eitthvað við manninn þegar mér
verður litið upp í einn vagngluggann á lestinni sem
bíður þar feröbúin, ég sé andlit í glugganum, og and-
litið snýr að mér, tvö augu virÖa m:g fyrir sér, —
eins og gu'ð á mig, það er Drottningin frá Saba!