Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 59
IÐUNN
Drottningin frá Saba.
53
A næsta augnabliki snarast ég inn í lestina og eftir
nokkrar sekúndur er ekið af stað.
Sjáðu t-il, I>etta eru forlög. Að ég stend þarna og
sé han-a aftur eftir fjögur ár, og að ég stekk inn í
lestina senr er að fara, en allur minn farangur er eftir
hjá Kramer, ]>að eru forlög; slikt ræður maður ekki
við. Annars hafði ég skilið' eftir yfirfrakkann minn líka,
ég hafði ekkert annað m-eð mér en litlq f-erðatösku
spenta um öxl; svona útbúinn konr ég inn í lestina.
Ég litast um, ég er í fyrsta flokks klefa, og þarna
sitja tveir ferðamenn og breiða úr sér á hægindunum.
Gott og vel, ég sletti mér niður hjá þeim og fer að-
hreiöra um mig eftir föngum með vindil í munninum
og eitthvað að les-a. Hvert mundu nú örlögin ætla að
Ieiða mig? Ég ætlaði tiJ s-ama staðar og drottningin
frá Saba, ég verð að gefa henni gætur; þar sem hún.
næmi staðar, þar ætlaði ég líka að nema staðar, það-
var erindi mitt að hitta hana. Þegar lestarstjórinn kom
og vildi fá að sjá fars-eðilinn minn hafði ég engan
farseðil.
Lin hvert ætlaði ég?
Það vis-si ég nú ekki fyrir víst, en . . .
Jæja þá, svo yrði ég að borga far til Arlöf, að viö-
bættum fjörutíu aurum aukreitis. 1 Arlöf yrði ég svo
að kaupa farseðil ef ég ætlaöi lengra.
Ég gerði eins og maðurinn sagði og borgaði auk-
reitis með glööu geði.
í Arlöf keypti ég mér farseðil að Lundi. Drottningin
frá Saba ætlaði sennilega að Lundi í kynnisför, ég varb
aö hafa vakandi auga á henni.
En hún ham ekki stað-ar í Lundi.
Nú varð ég aftur að borga lestarstjóranum, í þetta
sihn ti-1 Laekalánga, og fjörutíu aur-a aukreitis á ný