Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 63
iðunn
Drottningin frá Saba.
57
samt, fjörutíu aurana líka Jiað var ein króna og
sextíu aukreitis. Nú var polinmæði min þrotin, eg ryðst
inn á stöðina í Gemla og öskra inn I farseðlaklefann:
Hvað kemist eg iangt með pessari braut?
HvaÖ langt? Til Kalmar, er svarað.
Komist eg ekki iengra, var ómögulegt að komast
spottakorni lengra?
Alveg ómögulegt. Því ])á tók Eystrasalt við.
— Ágætt, farseðil til Kalmar!
Hvaða flokks?
Ha? Hann spurði hvaða fiokks! Maðurinn þekti mig
auðsjáanlega ekki, hafði ekkert lesið eftir mig. Eg
svaraði honum eins og hann hafði tiil unnið:
— Fyrsta flokks! svaraði eg.
Eg borgaði farið og gekk til klefa míns.
Það var komin nótt, hinn durtslegi förunautur minn
hafði teygt úr sér á bekknum og lokað augunum, stein-
þegjandi, án þess að virða mig viðlits. Hvernig átti ég
að eyða tímanum? Ég gat ekkisofið, var altaf að standa
upp og setjast aftur, leit eftir hurðinni, opnaði glugg-
ana og lokaði þeim jafn-harðan, skalf og geispaði. Of-
an á þetta bættist að hvert sinn er lestin nam staðar
mátti eg til að vera á verði vegna þessarar drottn-
ingar-skjátu. Eg var farinn að bölva henni af heilum
iiug hvað eftir annað.
Loksins, loksins lýsti af degi. Samferðamaður minn
íeis upp og gáði til veðurs; svo settist hann, glaðvak-
undi, og fór aftur að iesa, enn sem fyr án þess að'
látast sjá mig; bókin hans virtist aldrei taka enda.
Hann fór hastarlega í taugarnar á mér, eg söng, eg
blístraði til þess að ergja hann, en hann lét ekki trufla:
sig; eg óskaði af alhug að vera horfinn aftur til Klöf-
sjukan i stað þessa mállausa þurradrambs.