Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 64
58
Drottningin frá Saba.
IÐUNN
Seinast gat eg ekki haldi'ð |>etta út lengur, eg spurði:
— Leyfist mér að spyrja: Ætldð J)ér iangt?
— O-o, svaraði hann, eg ætla nú spottakorn.
Það var alt og sumt.
— Við ókum yfir kú í gær, sagði eg.
— Hvað þá?
Við ókum yfir kú í gær.
Einmitt paö.
Og hann hélt áfram að lesa.
— Viljið þér selju mér bókina yðar? spuröi eg. Eg
var að verða vitlaus.
— Bókina mína? Nei, svaraöi hann.
— Alls ekki?
— Nei.
Svo var ])að búið. Hann geröi ekki svo mikið sem
að gefa mér hornauga. Eg varö alveg að aumingja
gagnvart slikum sauðþráa. 1 raun og veru var alt
saman þessari ólukkans drottningu að kenna, líka það
að eg hafði komist í tæri við slíka persónu, hún hafði
sannarlega bakað mér rnargs kyns mótlæti. En alt
skyldi það fyrirgefið og gleymt undir eins og eg næði
fundi hennar. ö, hvort ég skyldi lýsa fyrir henni öllum
mínum þrautum, segja henni frá listdóminum fræga,
frá manneskjunni sem beið mín í Málmhaugum og eg
haföi yfirgefið, frá ferð minni, fyrst á Stokkhólmsbrautr
inni, síðan á Kalmarbrautinni — kæra ungfrú! Jú, mér
mundi áreiðanlega takast að hræra hjarta hennar á ný.
Og engar smásmuglegar glósur um þá fáu aura sem
alt þetta hafði kostað, um þessar eitt hundrað og átján
krónur.
Og Iestin brunar áfram.
Út úr leiðindum fer eg aö góna út um gluggann.
Pað er alt af að eilífu þetta sama að sjá: skógur, engi,