Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 68
62
Drottningin frá Saba.
IÐUNN
þess aö panta herbergi fyrir mig? Sjálfur hefi ég ekki
tíma, ég þarf að ljúka svo mörgum erindum.
— Jú, mikil ósköp!
Svo er drengurinn sendur.
Ég fór að ráfa um göturnar, leit á kirkjuna, höf,n-
ina, gekk fremur hratt, því ég var hræddur um að ein'
hver kynni að stöÖva mig og spyrja um erindi mitt í
Kalmar. Seinast kom ég inn í skemtigarðinn, sletti mér
niður á bekk og gleymdi mér alveg í heilabrotum. Ég
var aleinn.
Kalmar — hvaöa erindi átti ég í Kalmar? Nafniö
kannaðist ég við, ég hafði lesið um pað einhvers staðar,
en hvar og hvað mátti guð vita. Var það ekki eitthvað
tengt við stjórnmál, eitthvert merkilegt ping, friðar-
samninga? Ég fór að prófa mig fram með Kalmar-
friðinn. Friðuriim í Kalmar, hafði ég ekki áreiðanlega
lesið um hann? Eða var pað Kalmar-greinin ? Eftir
stundar yfirvegun komst ég að þeirri niðurstöðu að
ekki myndi ég nú oft hafa lesið um slíka lagagrein
kenda við Kalmar. Alt í einu sprett ég á fætur, ég
þykist hafa fundið það: það var Kalmar-orustan, orust-
an við Kalmar eins og orustan á Kálfskinni, orustan
við Wörth. Jú, nú hafði ég það! Og ég legg af stað
áleiðis til gistihússins. Úr því að það var orustan við
Kalmar þá ætlaði ég að rannsaka sögustaði, það var
erindi mitt; þarna lá skip Niels Juels, hér hafði sprengi-
kúla frá fjandmönnunum farið langt inn á land og
rótað upp jörðinni í kálgarði, þarna féll Gustav Adolf
á þilfari línuskipsins. Og Kolbeinn hinn sterki spurði:
hvað brast svo hátt? Noregur úr hendi þér! mælti
Einar. . . .
En pegar ég var kominn að dyraþrepum gistihússins
sneri ég aftur af einskæru hugleysi og gaf upp á bát-