Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 70
64
Drottningin frá Saba.
IÐUNN
varö ég enn aö foröa mér sem skjótast. En þetta átti
ég upp á drottninguna eins og annaö, alt saman var
henni að kenna, og ég óskaði henni vægast sagt til pess
neðsta fyrir allar misgerðirnar við mig. Svo leitaði ég
aftur hælis í skemtigarÖinum. Nei, nú eygði ég ekkert
bjargráð!
Ég stend nú ráðalaus og halla mér upp að tré einu,
fólk á skemtigöngu fer fram hjá mér, ég var ekki lengur
öruggur ef ég stæði parna og enn varö ég að hrekjast,
á brott. Að prem stundum liðnum er ég kominn út
fyrir bæinn, upp í sveit, ég litast um, ég er aleinn, en
fram undan mér gnæfir við himin ógurlegt svart fer-
líki Ég nem staöar og stari á ferlíkið, ]iað lítur út eins
og fjall og kirkja á tindiuum. Meðan ég stend parna
ber par að gangandi mann, ég stöðva liann og spyr
hvaða fjall petta geti veriö, ég kannist ekki við pað úr
landafræðinni og pekki ég pó ótal fjöll.
— Það er höllin, svaraði maðurinn.
Höllin, hölldn í Kalmar! Pað skyhli pó aldrei hafa
gerst par, petta sem ég hafði á vitundinni en mundi
ekki!
Höllin er auðvitað orðin hrörleg og ekki nema
svipur hjá sjón móts við pað sem var pegar hinir
miklu söguatburðir gerðust? spurði ég.
— Onei, ráÖsmaðurinn heldur henni vel við, svarar
maðurinn.
Hver er pað sem dvelur par nú, ég á við: hvaða
konungur er pað nú aftur sem situr par fangi nú á
dögum, í syðri álmunni ef ég man rétt? Það liggur
mér alveg á tungubleðlinum.
Jú, par var fult af herklæðum, sverðum og forngrip-
.um, af alls konar gömlum munum. . . .
Eldingu lýstur niður í hug minn: ég gæti verið kom--