Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 71
IÐUNN
Drottningin frá Saba.
65
inn hingaö til þess aö skoða forngripasafnið í höllinni.
Hefði maðurinn ekki verið með poka á bakinu mundi
ég hafa faðmað hann að mér, og það man ég fyrir víst
að ég spurði um heiisufar konu hans og barna áður
<en við sikildum, Um miðnætti náði ég gistihúsinu.
Ég hitti gestgjafann að máli og kvað það vera mig
sem hefði pantað herbergi. — Ég ætla að rannsaka
fornminjar hér á staðnum, sagði ég stuttar í spuna,
ég kaupi mieira að segja forngripi ef ])ér viljið vita þaö,
þetta er erindi mitt.
Gestgjafinn lét sér lynda þessa skýringu og vísaöi
mér á herbergið sem mér var ætlað.
Nú keniur vika full af vonbrigöum og árangurslausu
striti, heil vika; drottningin frá Saba hafði ekki sýnt siig
síðan hún ók burt af járnbrautarstöðinni. Ég leitaði að
henni dag eftir dag, hátt og lágt, fór til póstmeitstarans
og spurðist fyrir, átti ta) við lögregluna um málið,
skálmaöi um skemtigarðinn þveran og endilangan í
.göngutímunum, gætti á hverjum degi í sýningakassa
Ijósmyndaranna ef ske kynni að hún væri þar komin;
<en alt kom fyrir ekki. Ég leigöi tvo menn til þes:s að-
halda vörð á járnbrautarstöðinni nótt og dag, svo að
hún skyldi ekki sleppa á brott, og nú beið ég og beáðt
leftir úrslitum.
En vegna míns opinbera erindis varö ég á degi hverjr
um að fara út að höllinni og grúska í forngripasafn-
inu, ég skrifaöi út stórar arkir um það sem fyrir
augun bar, taldi ryðbletfina á gömlum sverðum og
.sporabrotum, færði inn í skýrslu mína öll ártöl og
áletranir sem ég fann á kistulokum og fornum mál-
verkuin og oft voru ill-læsileg. Ég hlífði mér ekki, einu
sinni við að skrifa upp fiðurpoka sem ég fann einn
5
Iöunn XVI.