Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 73
IÐUNN
Drottningin frá Saba.
67
— Afsakið, segir gestgjafinn, en Jiér kaupið garala
muni?
Ég glápi á hann.
— Garala muni ? Kaupi ég gamla muni?
— Já, svo sögðuð þér sjálfur.
Og nú varð ég að gera mér upp áhuga fyrir gömlui
skrani. Jú, alveg rétt, því var þannig farið að ég keypti
gamla muni; fyrirgefið að ég var ekki strax með á
nótunum, ég var annars hugar. Jú, auðvitað keypti ég
alls konar garnla muni. Látum okkur sjá dýrgripina!
Og konan opnar körfuna sína.
Ég klappa saman Iófunum af hrifningu og lýsi því
yfir að þetta kaupi ég alt saman, hvert snitti. Eyrna-
sprautan þarna, sú var nú ekki amaleg; hvaða konung-
leg persóna skyldi nú hafa notað hana síðast? En það
mundi ég án efa finna út ef ég fletti upp í skjölum
mínum, ekkert lá á. Hvað vildi hún hafa fyrir horn-
spóninn? Eða Jaabæks-pípurnar þrjár, svartar af reyk
og elli, þeim sleppti ég ekki fyrir nokkurn mun, ekki
heldur heykvislinni þeirri arna. Hvað ættum við svo að
siegja fyrir safnið alt, fyrir körfuna með innihaldi?
Konan hugsar sig um.
Svo sem tíu krónur, heldur hún.
Og ég borgaði tíu krónur, umyrðalaust, eftirsjárlaust,
hara til að losna við hana undir eins. Jafn-skjótt og hún'
var farin tók ég líka til fótanna og skundaði upp í
slvemtigarð til þess að geta dregið andann. Nei, nú
reis ég ekki undir þessu lengur!
Á bekk rétt hjá mér situr stúlka með barn, þau;
syngja bæði, ég gaf þeim ilt hornauga til þess að fá
þau til að þagna. Rétt á eftir koma tvær mannieskjuiý
karl og kona, eftir gangstígnum, þau leiðast og ganga