Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 74
€8
Drottningin frá Saba.
IÐUNN
mjög hægt. Ég ver'ð aliur að athygli, ég stend upp,
stari, — j)að er dTOttningin frá Saba.
Loksins, loksins er drottningin frá Saba aftur í
augsýn!
Það er maður með henni, bróðirinn, sá liinn sami ex
kysti hana á járnbrautarstöðinni; pau leiðast og talast
við af hljóði. Ég býst til atlögu, nú varð ég að láta;
skríða til skarar, hvaö sem kostaði! Ég ætlaöi að byrja
með að minna hana á að ég hefði sofiö í rúminu hennr
ar, pá mundi hún kannast við mig, og síðan hlyti alt
að ganga af sjálfu sér, bróðirinn mundi skilja að hér
var hionum ofaukið. . . .
Svo gekk ég fram.
Þau litu bæði á inig með undrunarsvip og í sama
bili fipast mér í innganginum að ræðu minni. Ég stama:
Ungfrú . . . fyrir fjórum árum síðan . . . og nú kemst
ég ekki lengra.
— Hvað vill hann? segir maðurinn og lítur á hana.
Svo snýr hann sér að mér og endurtekur spurning-
una; Hvað viljið pér? Og petta segir hann nokkuð
drembilega.
— Ég vil, svaraði ég, ég vildi bara biðja um leyfi
til að heilsa upp á ungfrúna; hvað kemur yður pað
við? Við erurn gamlir kunningjar ungfrúin og ég, ég
hefi meira að segja sofið í . . . >
Drottningin grípur fram í fyrir mér og lrrópar:
— Við skulum fara, við skuium fara!
Það var svona! Hún vildi ekki kannast við mig,
hún afneitaöi mér! Ég verð vondur, og pegar pau hraða
sér á brott veiti ég peim eftirför. Alt í einu snýr maðr
urinn við, hann sér að ég elti pau og stillir sér upp
rétt fyrir framan mig. Hann var annars ekki sérlega