Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 75
IÐUNN
Drottningin frá Saba.
69
hugrakkur aö sjá, hann skalf á beinunum. Drottningin
hdlt áfram, nú var hún farin að hlaupa.
Hvað viljið pér, maður? spyr pessi höfðingi í atih-
að sinn.
Yður vil ég ekki neitt, segL ég; mér datt bara í
hug að heiilsa upp á ungfrúna, þessa konu sem pér
'ei'uð i fylgd með, ég hefi hitt hana áður, ég ætlaði bara
svona fyrir kurteisis sakiir . . .
Nú, í fynsta lagi lítur ekki út fyrir að ungfrúin
ósiki að hitta yöur aftur, svarar hann, og i öðru lagi
er ungfrúin ekki ungfrú, hún er frú, hún er gift, hún
er konan mín. Heyrið pér pað!
Er hún . . . hvað . . . er hún konan yðar?
Já, hún er konan mín, öskraði hann; skiljið pér
mig nú?
Konan hans, konan, hans! Hverju parf svo sem við
petta að bæta? Ég hneig niður á bekk. Þetta var rotr
höggið! Ég lokaði augunum og lét náungann fara með
friði; hvað átti ég svo sem vantalað við hann nú er
hamingjusól mín var gengin undir að eilífu! Tímum
saman sat ég parna á bekknum og gaf mig á vald
hinni glórulausustu sorg.
Seinni hluta dags dróst ég heim í gistihúsið, borgaði
reikning minn og læddist huldu höfði niður á járn:-
hrautarstöð. Eftir klukkustundar bið fór að bóla á lest-
inni, og svo ók ég loks af stað, rúinn að skinni og
gersigraður, beygður af pjáningum sem gáfu mér ekki
stundarfró á heimleiðinni.
Körfuna með forngripunum sem ég hafði keypt skildi
ég eftir í Kalmar.
Þarna sérðu, pað eru alt af einhverjar hindranir á
•eið minni. Eins nærri markinu og í petta síðasta skifti