Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 79
IÐUNN
Hleypidómar í vestrænni s<ugnaritun.
73:
ekki líklegt, að auistrænir sagnaritarar framtíðatinnar
iriuni túlka sögu VesturJanda mieð sama liætti og ]ieirra,
eigin sögumenn. Peir munu t. d. á engan hátt verða eins-
fullir aðdáunar á Forn-Grikkjum eins og mentaðir Ev-
rópumenn hafa löngum verið af peirri einföldu á-
stæðu, að hin venjuhelgaða vestræna skoðun á Grikkj-
um er alröng.
í stað þess að Forn-Grikkir hafa verið taldi'r fyrir-
myndarpjóðin og sporgöngumenn vestrænnar menning-
ar, verður ef til vill á þá litið sem úrkynjaða austræna
liðh.laupa. Vér þurfum ekki annað en að benda á þá
staðreynd, að í augum margra Ameriku- og Evrópu-
manna eru Grikkir nútímans austræn þjóð. Enn fremur
mætti nefna, að grískir þjóðflokkar í Litlu-Asíu —
Auisturlandabúar í húð 0g hár — stóðu þegar í fornöld
nær hjarta Heima-Grikkjanna en hinir vestrænu „bar-
barar“. Vegna ]tess að Rómverjar hertóku Grikkland
cg Tyrkir seinna Konstantinopel hefir grískur hugsun-
arháttur haft mikil áhrif á vestræna menningu. En þró-
un grísku menningarinnar átti sér stað undir fönikisk-
um, egyftskum og öðrum austrænum áhrifum.
Aö vísu eru til vestrænir sagnaritarar, sem kannast
við, að frækorn hinnar grísku menningar hafi verið
komin að austan. En hinu halda þeir fram, að það hafi
verið vestræn-n andi, sem lét þessi frækorn vaxa og
þroskast.
Hvert er nú einkenni þessa vestræna anda? Vestmenn
munu svara: Það er hneigðin til raunhyggju. En það
verður nú ekki svo auðvelt að færa gildar sannanir
íyrir slíkri fullyrðingu. Ef hneigðin til raunhyggju hefir
ávalt verið einkenni vestræna kynstofnsins, hvernig
stendur þá á því, að raunhyggjunniar fer ekki að gæta
hjá forustuþjóðum Evrópu fyr en fyrir 3—4 öldum, en.