Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 80
'74
Hleypidóinar í vestrænni sagnaritun.
IÐUNN
aftur á móti ríkti hún um þúsundir ára með Kinverjum
- alaustrænni [)jóð? Og úr því að raunhyggjan hefir
•ávalt einkent vestrænan anda — hvernig ver'ða þá skýrð
fyrirbrigði eins og ofsóknirnar gegn Anaxagórasi, Só-
kratesi og Aristotelesi í fornöld, útrýming Albigensa og
aðrar trúarstyrjaldir á miðöldunum, blóðböðin og
galdrabálin á siðbótartímunum eða Ku-Klux-Klan og
„apamálið" á vorum dögum?
Vestrænum sagnariturum veröur ekki alt of tíðrætt
um það, sem miður fer í sögu Vesturlanda. Tilhneiging
.þeirra að draga taum Evrópu og vestrænnar menning-
ar gerir [iað að verkum, að þeim dvelst aðallega við
þau blómaskeið vestrænnar menningarþróunar, er-gert
hafa heiminn aö því, sem hann er í dag. Baráttan fyrir
freiisi einstaklingsins, sem enn er lausnarorð vestur-
þjóðanna, mun ekki fá mikia þýðingu sem menningar-
tákn í augurn austrænna sagnaritara framtíðarinnar;
-hugsunar'háttur þeirra er alinn af alt annari menningu,
jDar sem persónuleiki einstaklingsins svo að segja hverf-
ur inn í stærra samhengi. Það er líka alls óvíst, að þeir
líti á iðnaðaröldina og véladýrkun hennar sem fram-
faraskeið; meiri líkur eru til, að þieir sjái í henni fyrir-
iboða hnignunar í vestrænni menmingu.
Kenningin um óbrotið samhengi í menningu Vestur-
landa, alt frá fornöld og til vorra daga, er einnig mjög
svo hæpin. List Forn-Grikkja, bókmentir Jieirra og fé-
lagsstofnanir eru í raun og veru alt annars eðlis en
isamsvarandi fyrirbæri nú á dögum. Skaphöfn hinna
gömiu Grikkja á lítið sameiginlegt viö skaphöfn þeirra,,
sem nú telja sig eftirkomiendur þeirra og arftaka í
menningu. Það er alvanalegt, að settar séu fram hik-
Jausar fullyrðingar um, að vestrænar hugmyndir um
sannleik og heiðarleik standi ofar sams konar hug-